Gamla varðskipið Ægir í Vestmannaeyjum

Forsetaheimsókn 1Forsetaheimsókn 2 

 Varðskipið Ægir fánum skreitt  við Básaskersbryggju, bátar í höfninni með signal uppi.

 Líklega Lúðrasveit Vestmannaeyja með hvítar húfur og mikill mannfjöldi samankominn á bryggjunni. En nú kemur spurningin: Hvaða atburður er þetta ? ég hef ekki hugmynd um það en giska á að þetta sé forsetaheimsókn. Ef einhver getur gefið mér upplýsingar um þessar myndir þætti mér vænt um að hann / hún setti athugasemd hér fyrir neðan eða hefði samband við mig.

Forsetaheimsókn 3Forsetaheimsókn 4

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll bloggfélagi.Þetta er gott innlegg í söguna,Gæslan er nátengd Vestmannaeyjum þar er upphafið þegar Vestmannaeyja-Þór var keyptur,sem var fyrsta varðskipið.Þegar Óðinn kom nýr til Reykjavíkur 1961 vorum við pabbi á bryggjunni til að sjá þegar vinur hans Eiríkur Kristófersson sigldi honum að,þá sagði pabbi við mig með mikilli ánægju að hann hafi gefið fermingarpeningana sína í söfnun til kaupa á Vestmannaeyja Þór.

Guðjón H Finnbogason, 30.4.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi!Ég held að það sé rétt að þetta sé frá forsetaheimsókn.En fyrr en 1956. Ég byggi það á því að ég get ekki betur séð en Hr Sveinn Björnsson 1sti forseti Lýðveldisins sé þarna á miðri síðustu myndinni.Einnig er V/S Ægir þarna með gömlu brúna en nýja brúin var sett á hann fljótlega eftir1950,að ég held.Ég man ekki alveg hvort hann var komin með hana þegar ég kom til Reykjavíkur 1953

Ólafur Ragnarsson, 1.5.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Man ekki eftir þessu í eyjum, hef kanski hreinlega ekki verð´komin í þennan heim eða hvaða ár er þetta ?? Bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2008 kl. 23:02

4 identicon

Gaman að rekast inn á þessa síðu þína og rifja upp minningar úr Eyjum. Kær kveðja

Emil Páll, Keflavík (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:19

5 identicon

Sæll frændi mikið ert þú nú orðin gamal, eða kannski bara ég.
Ég hélt að ég hefði sýnt þér vídó myndirnar sem ég á af þessu.
Þetta er þegar Sveinn Björnsson kom til Eyja 1944, við báðir í pungnum á feðrum okkar. KV. Stjáni Óskars.

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll sem hafa sett hér inn athugasemdir og upplýsingar, ég  hef haft lítinn tíma til að vera hér á netinu og sinna síðunni minni, var að vinna austur á fjörðum í síðustu viku. En samkvæmt þessum athugasemdum er það á hreinu að þetta er heimsókn  Sveins Björssonar forseta 1944, Stjáni frændi klikkar ekki á því, Takk fyrir þetta Kristjan ég var búinn að gleyma kvikmyndunum sem þú sýndir mér af þessum atburði.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.5.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband