24.4.2008 | 20:48
Kiwanisklubburinn Helgafell Vestmannaeyjum
Sigmar Þór, Hafsteinn Guðfinnsson og Friðrik Ásmundsson
Kiwanisklubburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hefur styrkt þá menn sem hafa unnið að bættu öryggi sjómanna í Vestmannaeyjum eins og að koma Björgvinsbeltinu á framfæri og fl.
Þessi mynd var tekin þegar Hafsteinn fyrir hönd Kiwanisklúbbsins veitti okkur í Áhugamannafélagi um öryggismál sjómanna styrk til að vinna að öryggismálum sjómanna. Umrætt félag var skipað 18 mönnum sem höfðu það áhugamál og markmið að fækka slysum á sjómönnum, það starfaði til ársinns 1998. Við teljum að félagið hafi náð verulegum árangri í þeim málum. Má þar nefna : Öryggi við netaspil, Sigmunds losunar- og sjósetningarbúnaðinn, ljós í stiga á bryggjum ásamt fleiri tillögum um öryggi í höfnum svo eithvað sé nefnt. Gaman hefði verið að þetta félag starfaði áfram þannig að vestmannaeyingar yrðu áfram í forustu í öryggismálum sjómanna, áhuginn hlítur ennþá að vera til staðar en frumkvæðið vantar. Sjómenn Ræs
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Já sæll sigmar, það er spurning hvor það sé einhver áhugi fyrir öryggismálum sjómanna, auðvita ættu sjómenn sjálfir að hafa frumkvæðið, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 21:06
Heill og sæll Helgi, Það er þá mikið breytt í Vestmannaeyjum ef áhuginn á öryggismálum er horfinn því trúi ég ekki, alla vega eiga eyjamenn mikið af áhugasömum konum við skulum ekki gleyma þeim Helgi minn. Já auðvitað eiga sjómenn að hafa frumkvæðið.
Gleðilegt sumar Helgi minn og takk fyrir veturinn og skemmtileg bloggsamskipti.
kær kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.4.2008 kl. 21:18
Sömuleiðis Sigmar, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 21:23
Frábært framtak hjá Kiwanismönnum.Ert þú í Kíwanis?
Guðjón H Finnbogason, 25.4.2008 kl. 21:34
Heill og sæll Guðjón, nei ég var ekki í Kiwanisklubbnum en ég ásamt fleirum fékk stuðnig um árið frá klúbbnum, en þeir styrktu okkur eins og kemur fram hér að ofan.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.4.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.