Björgvinsbeltið 20 ára

 

 

Björgvin með fyrsta beltið 

Björgvinsbeltið 20 ára Björgvin Sigurjónsson með fyrsta beltið

Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að Björgvin Sigurjónsson stýrimaður í Vestmannaeyjum lét hugmynd sína rætast og bjó til fyrsta Björgvinsbeltið sem var þá nýtt björgunartæki sem síðar átti eftir að sanna gildi sitt og bjarga mörgum sjómönnum og öðrum sem lentu í lífsháska. Björgvin var á þessum tíma lengi búinn að vera með hugmyndina í kollinum, en mikil umræða um öryggismál sjómanna  varð til þess að hann ákvað að hrinda henni í framkvæmd.

Það var svo  í janúar 1988 sem gerðar voru fyrstu alvöru prófanirnar á beltinu á ytri höfninni í Eyjum með nemendum og skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Undirritaður er að taka saman grein um Björgvinsbeltið.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Hann þekkist nú bara varla undir nafninu Björgvin :)

en merkilegt að það séu 20 ár síðan að þetta var,

stórkostlegt tól sem að hefur líklegast bjargað nokkrum lífum og allavega gert björgun auðveldari 

Árni Sigurður Pétursson, 8.4.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það má til gamans geta þess að ég fór með honum Björgvin út á sjó ásamt mörgum fleiri eins og stýrimannaskólastrákum að prófa beltið haustið 88 eða 89 og tók ég það allt upp á video, svo fyrir næstu sjávaútvegssýningu þar á eftir þá hafði Björgvin samband við mig og endaði það með því að ég gaf honum myndbandið, og er hann mér ennþá þakklátur fyrir það. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það er ekki að spirja að Eyjamönnum í björgunar málum.kv

þorvaldur Hermannsson, 9.4.2008 kl. 12:58

4 identicon

Já eru komin 20 ár ? Rosalega er tíminn fljótur að líða ég segi nú ekki annað. Nema hvað ég var einn af þessu stýrimannaskólastrákum sem aðstoðuðu við prófanirnar. Skipt var í lið I og II stig, I stig með Björgvinsbeltið og II stigið með Markúsarnetið góða. Tekin var tíminn og kom Beltið hans Kúta mun betur út í þeirri prófun. Kannski ekki sanngjarnt að keppa í þessu en svona var nú stemmningin á þeim tíma. Virkilega gott og þarft björgunartæki. Kveðja úr sólinni.

Halldór (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir bloggvinir og aðrir sem hafa skrifað athugasemdir. Já tíminn er ótrúlega fljótur að líða sérstaklega þegar maður fer að eldast . En tímin hefur líka kosti t.d. hefur tímin sannað að Björgvinsbeltið er framúrskarandi björgunartæki sem sannað hefur margoft gildi sitt. Það er gaman að fá að vita um  tvo bræður sem báðir tóku þátt í prófunum á beltinu á sínum tíma. Ég er viss um það Helgi að Björgvin ( Kúti) geymir vel vídeóspóluna þína, ég veit að hann á mikið af gögnum sem hann hefur haldið saman um þessa baráttu fyrir Björgvinsbeltinu. Halldór Kúdi vildi aldrei vera að keppa við annan búnað, sagði að beltið væri bara viðbót við önnur björgunartæki.Þetta kemur fram í fjölda blaðagreina sem skrifaðar hafa verið um þetta björgunartæki. Takk fyrir kveðju úr sólinni

Ég set kannski hér á bloggið grein eða hluta úr grein um Björgvinsbeltið í næstu viku.

Kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.4.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er magnað hvað margt hefur komið frá Eyjum þ.m.t öryggisútbúnaður fyrir sjómenn. Sigmund sleppibúnaðurinn var nú önnur stórmerkileg uppgötvun. 

Gísli Gíslason, 9.4.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli, á síðustu áratugum hafa vestmannaeyingar verið í forustu í þessum málum. Má þar nefna ásamt Björgvinsbeltinu, Sigmundsgálgan, Öryggisloka við netaspil, gúmmíbjörgunarbáta byrjuðu Eyjaamenn með, talstöðvar og tilkynningarskylduna eða vísir af henni svo eithvað sé nefnt.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.4.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, við megum ekki gleyma varðskipinu Þór, er það? Nei við verðum að nota allt þegar við erum að monta okkur, ekki satt? Kærar kveðjur frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 17:51

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Halla frænka, Björgvin er frá Akureyri en hefur búið í Eyjum í tugi ára og giftur eyjastelpu.

Heill og sæll Helgi jú auðvitað átti að nefna Björgunar og varðskipið Þór. Það er einnig hægt að nefna ymis tæki sem Sigmund hefur hannað eins og björgunarstólinn sem virkar eins og gamli stóllinn nema hann getur flutt marga menn í einu úr strönduðu skipi. Sigmundsranan og margt fleira sem ekki hefur náð fram að ganga hér á landi, en hefur verið tekið upp erlendis og gengið vel þar. Það þarf nú ekki endilega að vera að segja það svona beint að við séum bestir, þó það sé auðvitað rétt

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.4.2008 kl. 18:46

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góður Sigmar.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband