5.4.2008 | 15:14
Á vetrarvertíð 1965 myndir teknar um borð í Leó VE 400
1. mynd: Áhöfnin á Leó VE 400: Sést í Elvar, Sigurður háseti, Andres, Jón, Guðjón, Kristján, Sigurður stýrimaður, Siggi Kokkur og Óskar Matt skipstjóri í glugganum.
2. mynd: Jón í Vorssabæ, Guðjón Siðar lögregluþjónn á Selfossi, Andres Þórarinsson steina niður um borð í Leó.
3. mynd: Guðjón og Óskar Matt með stórlúðu.
4. mynd Ísleifur II. á Þorsknót við Eyjar.
5. mynd: Stundum fengu strákar að fara með á sjó, hér er Brynjar sonur Sigga Ögmunds í kortaklefanum á Leó, hefur fengið lánaðan hattinn hjá Óskari Matt og sést í lappirnar á öðrum peyja sem er kannski ekki alveg eins hress og Brynjar..
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Svakalega skemmtilegar myndir. Þarna sé ég að Guðjón, mágur Guðna Ágústsonar hefur verið með þér. Hitti hann á dögunum í BYKO á Selfossi þar sem hann vinnur orðið við afgreiðslu. Var látinn hætta í löggunni, í fullu fjöri, kominn á aldur. Hann þvagleggur er ekki mikið fyrir að púkka uppá reynslu manna. Þeir þurfa bara að vera þægir.
Það er gaman að sjá traffíkina í bakgrunninum á myndinni af Ísleifi. hvar heldurðu nú að væri hægt að finna slíkan bakgrunn núna?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.4.2008 kl. 22:01
Guðjón H Finnbogason, 6.4.2008 kl. 22:49
Þetta eru flottar myndir hjá þér Sigmar. Þetta rifjar það upp fyrir mér að ég upplifði það eitt sumar að vera á þorsknót á Þistilfirði sumarið 1975 og sumarið áður er það mér í fersku minni að bátur sem aðeins var 50 tonn að stærð fékk 42 tonna kast af þorski, það þurfti að gera að öllum aflanum áður en komið var að landi, það voru 5 kallar á og tók veiðiferðin einn og hálfan sólarhring. Ég er ekki alveg viss, ég verð vonandi leiðréttur ef ég fer rangt með, en ef ég man rétt var Þistilfjörður síðasta svæðið á landinu þar sem þorsknót var leyfð og síðasta árið var 1975.
Takk fyrir góðar myndir Sigmar!
Jóhann Elíasson, 7.4.2008 kl. 09:55
Sæll Sigmar!Tek alshugar undir með strákunum hér á undan.Þessar myndir ýta undir góðar minningar frá"de gamle gode dage"
Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 7.4.2008 kl. 19:16
Heilir og sælir kæru bloggvinir, ég hef því miður ekki haft mikinn tíma til að blogga að undanförnu.
Hafsteinn það er gaman að fá þessar fréttir af Guðjóni, ekki vissi ég að hann vinni í BÝKÓ, hef ekki hitt hann í fjölda ára. Ég er ákveðinn í að reyna að hitta á hann þar næst þegar ég á leið um Selfoss. Já það er gaman að sjá traffíkina í bakgrunninn og sjá þessa litlu báta með þorsknót á síðuni. Ég á nokkrar svona myndir.
Guðjón H, eru margir Vossabæir ?
Jóhann gaman að fá þessar upplýsingar og rifja þetta upp. Áttu einhverjar myndir frá þessum tíma? Þetta eru tímar sem eiga engan sinn líkan.
Ólafur já það er gaman að skoða þessar myndir og rifja upp þennan tíma, og það sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt er að það skuli vera margir bæði ungir og gamlir sem hafa gaman að skoða þetta.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.4.2008 kl. 23:27
Nei Sigmar því miður á ég engar myndir frá þessum tíma. Á þessum árum var ég að stíga mín fyrstu skref til sjós og hver dagur var sem ævintýri, því er sérstakur ljómi yfir þessum árum í mínum huga.
Jóhann Elíasson, 8.4.2008 kl. 07:56
Það er líka Vorsabær í Gaulverjabæjarhreppnum Simmi.
Guðjón er í röradeildinni, hann hefur örugglega gaman af að hitta þig, hann hefur gaman af smá spjalli ef ekki er vitlaust að gera...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.4.2008 kl. 19:50
Sæll Sigmar.Það eru tveir með sama nafni á suðurlandi.Þessi Jón Guðmundsson er frændi minn í gegnum Stóradalsættina.
Guðjón H Finnbogason, 12.4.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.