4.4.2008 | 14:40
Eftirminnilegir Sjómannadagar
Þessar tvær myndir eru teknar af Friðrik Jessyni á Hól og eru af Sjómannadeginum , Friðrik tók mikið af myndum á sínum tíma. Á fyrri myndinni er Ingvar Gunnlaugsson á Gjábakka á sjófleka og sýnir listir sýnar. Mikill mannfjöldi er á friðarhafnarbryggju og í botnfjöru. Á seinni myndinni er verið að kynna hvernig Gúmmíbjörgunarbátur er notaður, en það var vinsælt sýningaratriði hér á árum áður.
Þessar myndir eru teknar á Sjómannadaginn 1971 og 1972 af Sigurgeir Jónassyni, en hann hefur tekið mikið af myndum af Sjómannadeginum. Önnur er af Stakkó og hin af Fjölmennri skrúðgöngu sem gengur vestur Vestmannabraut.
Kær kveðja Sigmar Þór
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.