31.3.2008 | 23:09
Atvinnuleit erlendra manna til Íslands á árum áður.
Töluverð umræða hefur verið á Íslandi á undanförnum árum um atvinnuleit útlendinga hér á landi, það er fróðlegt að rifja upp þessi skrif Þorsteins Þ. Víglundssonar um atvinnuleit útlendinga til Vestmannaeyja á árunum 1963 til 1966. Þetta er tekið úr BLIK frá 1967.
Fjöldi útlendinga leitar sér atvinnu í Vestmannaeyjum.
Segja má með nokkru sanni, að með vertíðinni 1963 hefjist nýr þáttur í atvinnulífi Vestmannaeyja. Kaupstaðurinn verður öðrum þræði atvinnustöð útlendinga viðsvegar úr heiminum.
Aðstreymi erlendra manna hingað hefst með komu vestur- íslendinganna, Kanadabúa, hingað sumarið 1963. Als munu hér það ár hafa unnið um 30 útlendingar. Þar af 11 vesturíslendingar, ef við viljum flokka þá með útlendingum. Hinir voru írar, þjóðverjar, englendingar, einn frakki , einn hollendingur og einn Marókóbúi.
Flestir munu þessir erlendu verkamenn hafa komið hingað óráðnir, þó sumir leiti eftir vinnu bréflega. Komið hefur fyrir að þeir hafi hringt utan úr heimi og spurzt fyrir um atvinnu á vetrarvertíð hér í Vestmannaeyjum.
Blik birtir hér til fróðleiks skýrslu um fjölda þeirra útlendinga, sem hér hafa unnið á vetrarvertíðum undanfarinn 3 ár. Hún er tekinn saman eftir skrám sem fiskvinnslustöðvarnar hér hafa góðfúslega látið mér í té. Blik þakkar þá fyrirgreiðslu.
Skrá yfir útlendinga sem voru við vinnu í Vestmannaeyjum á árunum 1964 1965 og 1966
Land | Ár 1964 | Ár 1965 | Ár 1966 | Samtals |
1. Færeyjar | 58 | 153 | 176 | 387 |
2. Svíþjóð | 0 | 5 | 3 | 8 |
3. Noregur | 6 | 4 | 1 | 11 |
4. Danmörk | 7 | 4 | 7 | 18 |
5. Finnland | 1 | 1 | 1 | 3 |
6. England | 28 | 52 | 26 | 106 |
7. Írland | 87 | 40 | 11 | 138 |
8. Skotland | 22 | 15 | 7 | 44 |
9. Frakkland | 5 | 6 | 1 | 12 |
10. Þýskaland | 11 | 18 | 12 | 41 |
11. Holland | 5 | 4 | 1 | 10 |
12. Austurríki | 12 | 15 | 14 | 41 |
13. Ungverjaland | 1 | 0 | 0 | 1 |
14. Spánn | 19 | 39 | 27 | 79 |
15. Ítalía | 2 | 5 | 0 | 7 |
16. Portugal | 3 | 5 | 0 | 8 |
17. Sviss | 3 | 0 | 0 | 3 |
18. Grikkland | 0 | 1 | 0 | 1 |
19. Grænland | 2 | 1 | 0 | 3 |
20. Kanada | 7 | 1 | 1 | 9 |
21. Bandaríkin | 6 | 6 | 4 | 16 |
22. Argentína | 0 | 2 | 0 | 2 |
23. Ástalía | 3 | 10 | 6 | 19 |
24. Nýja- Sjáland | 0 | 0 | 1 | 1 |
25. Suður- Afríka | 0 | 3 | 2 | 5 |
26. Uganda | 0 | 1 | 0 | 1 |
27. Túnis | 2 | 2 | 0 | 4 |
28. Marakkó | 2 | 4 | 7 | 13 |
29. Persía | 0 | 0 | 2 | 2 |
30. Indland | 0 | 0 | 2 | 2 |
31. Ceylon | 0 | 1 | 1 | 2 |
32. Ísrael | 7 | 0 | 0 | 7 |
Samtals |
|
|
| Alls 1004 |
Athugasemdir
Gaman að sjá þessa töflu Simmi. Við erum með þó nokkra útlendinga í vinnu og eru það mest pólverjar og Litháar en auk þess finnast einnig Portúgalar, Slóveni og einn frá Nepal.
Valur Stefánsson, 1.4.2008 kl. 00:24
Heill og sæll Valur, Já það er ótúlega margir útlendingar sem hafa verið í Eyjum á þessum tíma enda noga að gera fyrir alla sem vildu vinna. Hvar ert þú að vinna í dag Valur ?
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.4.2008 kl. 08:51
Heil og sæl frænka já þetta er rétt hjá þér en maður var búinn að gleyma þessu, nemm blessuðum færeyingunum sem voru og eru meiriháttar gott fólk. Ég var með nokkrum á sjó á sínum tíma og betri menn er ekki hægt að hugsa sér að vinna með.
Blik er ekki gefið út í dag og hefur ekki verið í tugi ára. Ég tek undir þaðhjá þér Halla að afköst Þorseins Þ. voru með ólíkindum á mörgum sviðum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.4.2008 kl. 17:07
Það er ótrúlegt þegar maður fer að grína í þessar tölur að það skildi vera vinna fyrir allt þetta fólk,ásamt heimamönnum.kv
þorvaldur Hermannsson, 1.4.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.