Brekastigurinn 1940 til 1950 eða þar um bil

Brekastigur séð í austurTóta að greiða sérÁ  tröppunum á Vegbergi við skólaveg Myndirnar eru af húsum við Brekastíg.

1. mynd húsin talin ofan frá: Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur, Sólberg og Vísir, húsin þar fyrir neðan eru við Skólaveg eða Hvítingaveg. Húsin vinsra megin Sólheimatunga, Vesturholt og sést í gaflinn á Hæli. Því miður veit ég ekki nafnið á stúlkuni á þessari mynd en ef einhver þekkir hana þá vinsamlegast skrifið athugasemd hér að neðan.

2. mynd er tekin af lóð Byggðarenda og þarna er Þórunn Sveinsdóttir að greiða sér, en húsin sem þarna sjást er Sólheimatunga og Vesturholt ( Brekastigur 12) Hús Sigmunds og Helgu áður en því var breytt einnig var byggt við Sólheimatungu.  Undirritaður man vel eftir Brekastignum þannig með öllum þessum girðingum, en þetta var leiksvæði okkar Peyja sem þarna áttum heima.

3. mynd er tekin af krökkum  á tröppunum á Vegbergi við Skólaveg, því miður þekki ég ekki þá sem eru á þessari mynd en mér hefur verið sagt að annar litli drengurinn sé Björn TH. Björsson listfræðingur. En ég lét þessa mynd fylgja vegna þess að þarna sést í tvö hús sem ég held að standi við brekastíg.

Kær kveðja Sigmar Þór  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Búkolla, ég veit ekkert meira um þessa mynd nema þetta með Björn TH . Það kemur fram að mig minnir í bókinni Sandgreifarnir eftir Björn TH að hann átti heima á Vegbergi og að ég held  Drífanda og söguslóðir  bókarinnar er Brekastígur, Skólavegur og nágrenni Drífanda niðri í bæ. Annars er þetta bara það sem mig minnir, það er töluvert langt síðan ég las bókina. Man bara að bókin var skemmtileg aflestrar vegna þess að ég þekkti vel sögusviðið bæði á Brekastignum og niðri í bæ, Lautinn og þar í kring.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.3.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, var Vegbergi breitt miða við hvernig það lítur út í dag? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, ég er ekki viss um það en held ekki.

Það er búið að vera bras á póstinum, hef ekki getað sent póst eða svarað pósti, vil því nota tækifærið og þakka þér Helgi Þór skemmtilegar sendingar að undanförnu.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.3.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Verði þér að góðu Sigmar.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband