
Þessi sumarbústaður sem Sigurður Óskarsson kafari, smiður og plastari og kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir byggðiu sér í Fljótshlíðinni heitir Bólstaður og er hann allur úr plasti að utan, meira að segja gluggarnir en þó ekki rúðurnar þær eru úr gleri. Þau hjón standa þarna á veröndinni.
Athugasemdir
Þetta er flott hjá þeim. Maður verður að kíkja við hjá þeim þar sem maður er með annan fótinn í hlíðinni, en við erum með afdrep í Múlakoti.
Valur Stefánsson, 25.3.2008 kl. 00:44
Þetta er bróðir Frikka Óskars. Hallgerður....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 19:20
Heilir og sælir bloggvinir Valur átt þú bústað við Mulakot Valur? Halla það er rétt hjá Hafsteini að Siggi er bróðir Frikka.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.3.2008 kl. 19:39
Sæll félagi. Gaman að þú skulir vera farinn að blogga aftur á Íslensku ritborði.
Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 19:46
Blessaður Simmi
Flottur sumarbústaður við fórum þangað í fyrra Siggi ekki heima svo við flögguðum bara plaststól á fánastöngina svo hann mundi muna eftir okkur. Siggi Þ. jónsson á líka bústað þarna niður frá
Kv. Dollý
Sólveig asdólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:44
Heil og sæl frænka já þetta er finn bústaður hjá honum Sigga má. Við Kolla voru á annan í Páskum þar í heimsókn og í bakaleiðinni heimsóttum við fólk sem við þekkjum við Gíslholtsvatn, þá keyrðum við fram hjá gula bústaðnum ykkar og sáum að það voru margir bílar fyrir utan hjá ykkur. Bústaðarlandið við Gislholtsvatn er skemmtilegt svæði.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.3.2008 kl. 22:59
Blessaður aftur
Þú hefðir betur komið við það voru bara stelpurnar okkar hjá okkur
Guli bústaðurinn er bara góður eins og gamli Friður var enda voru notaðar eins margar spýtur úr gamla Frið milli veggja og hægt var til að hafa Palla og Báru notaleguheytin með. kveðja Dollý
Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:41
Sæll Simmi. Ég ef verið með hjólhýsi þar og verð með í sumar aftur, tengdaforeldrar mínir eru að byggja þarna þannig að maður verður með annan fótinn þarna í sumar og fljúgandi um suðurlandið.
Valur Stefánsson, 29.3.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.