Gamlar myndir frá Vestmannaeyjum

gömul 1gömul 2  gömul4  Því miður þekki ég ekki húsin né götuna sennilega Strandvegurin eða þar sem hann liggur í dag. Nú svo er hér mynd af fólksflutningum fyrri tíma, ég giska á að þessi sé að koma úr Bakkafjöru með fullan bát af fólki Whistling Báturinn heitir Soffí VE 266 upplýsingar frá Einari á Sídon VE.  

 Gömul 5 stauraklifur Þetta var aftur á móti algeng sjón hér í gamla daga þegar menn notuðu þessar græjur til að fara upp í staurana og t.d. skipta um perur sem höfðu verið skotnar í sundur með baunabyssum Police, það voru nefnilega mikið af óþekktarormum í Eyjum á þeim tíma, sumir voru svo slæmir að það þurfti að senda þá í sveit á sumrin til að ná úr þeim óþekktinni Tounge 

Ef einhver þekkir þessa götumyndir og hús, væri gaman að fá athugasemdir hér fyrir neðan.

gammli bill Einn góður vinur minn Eiríkur Einarsson gerði sér lítið fyrir og rétti þessa mynd við sem var öfug hér fyrir neðan, skemmtilegra er að hafa fjöllinn á réttum stað. Takk fyrir þetta Eiríkur.

Kær kveðja Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband