23.3.2008 | 20:54
Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000
Forsíða og baksíða bókarinnar Linda Wright
Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000 var gefin út fyrir nokkrum árum, þessa bók ættu allir að eiga sem hafa gaman af grúski í gömlum heimildum. Þessi bók gerði allt efni Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja í 50 ár mun aðgengilegra, en í þeim blöðum er að finna óhemju mikið af heimildum um liðna tíð, atvinnusögu og lífsbaráttu eyjamanna og þar á meðal minningargreinar um mörg hundruð manna sem búið og starfað hafa í Vestmannaeyjm.
Í efnisyfirliti segir:
Formáli- Linda Wright
Samtök sjómanna í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Saga Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja- Guðjón Ármann Eyjólfsson
Försíður Sjómannadagsblaða Vestmannaeyja í 50 ár (myndir af þeim öllum)
Hátíðarmerki Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum (myndir af þeim öllum)
Efnisskrá - Linda Wright
Rirstjórar - Sjómannadagsráð, Efnisyfirlit 1951 - 2000, Efnisflokkar, Höfundarskrá, Nafnaskrá, Skipaskrá.
Leiðréttingar- Guðjón Ármann Eyjólfsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Kær kveðja Sigmar Þór
Athugasemdir
Sæll Simmi Velkominn heim hvar fær maður þetta rit Páskakveðjur úr eyjum Helgi Lása
Helgi Lása (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:30
Heill og sæll Helgi þessi bók á að fást í Bókabúðinni í Eyjum og ef ekki þar er hún til hjá Sjómannadagsráði Vm
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.