Nýr bátur að koma til Eyja frá útlöndum með olíutunnur á dekki.

nýr bátur   Ólafur og Einar Myndina af Ólafi og Einari Sveini tók Eiríkur Einarsson

Nýr bátur að koma til Vestmannaeyja, ekki veit ég hvaða bátur þetta er, en hann er auðsjáanlega að koma nýr til Vestmannaeyja. Hann hefur flagg uppi og er með olíutunnur á dekki, en er ómerktur hvorki með umdæmisnúmer né nafn, þett væri ekki leyft í dag Police. Ef einhver þekkir bátinn væri gaman að fá athugasemd um hann,. það hefur örugglega ekki alltaf verið sæluferðir yfir hafið á þessum litlu bátum, en mikið af þem voru smíðaðir í Svíþjóð eða Danmörku og víðar. Seinni myndin er af Ólafi Jónsyni sem átti heima að Brekasig 12 og var lengi á Grafaranum hann er faðir Helgu konu Sigmunds teiknara, og var hafnarstarfsmaður í Vestmannaeyjum í tugi ára. Með honum á myndinni er Einari Sveinn Jóhannesson  sem var lengi skipstjóri á Lóðsinum og þar á undan skipstjóri á Vonarstjörnuni eða Stokkseyrarbátnum eins og hann var stundum kallaður. Báðir þessir menn voru þekktir eyjamenn og góðir kallar.

kær kveðja Sigmar Þór

Eins og kemur fram hér í athugasemdum frá Val Stefánssyni þá segir hann eftir pabba sínum Stefáni í Gerði að báturinn sé Unnur VE 80 og sé byggður í Danmörku 1922. Takk fyrir þetta valur og Stefán. Enn koma upplýsingar frá Einari á Sídon um að báturinn heiti Unnur III. VE 80. Takk fyrir þessar upplýsingar.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ekki þekki ég þennan bát því þeir voru svo margir eins á þessum árum og margar myndir hef ég séð af svona spýtupung. Aftur á móti man ég eftir Ólafi og Einari því ég var mikið að þvælast á bryggjunum, svo var ég mikið með Halla afa í vinnunni sumarið 71, en hann vann í nokkur ár á grafskipinu Vestmannaey. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Velkominn Sigmar. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 22.3.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir bloggvinir takk fyrir góðar kveðjur

Kærar kveðjur á móti

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Simmi.

Pabbi vill halda því fram að þetta sé Unnur VE 80.  byggður í Danmörku 1922.

kv. Valur

Valur Stefánsson, 30.3.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband