28.2.2008 | 23:24
Þórunn J. Sveinsdóttir frá Byggðarenda prentvæn útgáfa
Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein minni um ömmu mína Þórunni J. Sveinsdóttur frá Byggðarenda (Brekastig 15) í Vestmannaeyjum. Einnig er tengill hér til hliðar á pdf skjalið, undir heitinu Greinar.
Ef þú ert ekki með Acrobat Reader forritið, geturðu sótt það hér
Athugasemdir
Sæll Sigmar. Var að lesa frásögn þína af henni Þórunni og er þetta eins og annað hjá þér til mikils sóma. En barátta hennar Þórunnar minnir nokkuð á lífsbaráttu ömmu minnar, Þórönnu Ögmundsdóttir sem lengst af bjó í Landakoti næsta húsi við Sunnuhvol. Þessi amma mín missti mann sinn í hafið Sigurð Jónsson sem var skipstjóri. Hann var kominn í land en fór út aftur á öðrum bát til að freista þess að ná veiðarfærum þess báts, en veður fór versnandi og fórst þessi bátur með öllum mannskap. Þá var amma mín ein með ung börn eins árs til fimm ára. En Sigurður afi minn hafði nýlega reist þeim húsið Fagurhól sem er í seilingafjarlægð frá Landakoti. Fagurhól var tekið af henni ömmu og fluttist hún með börnin til föður síns sem bjó þá í Landakoti. Þetta sýnir okkur Sigmar minn, að það var ekki alltaf mulið undir fólkið okkar fyrr á árunum. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 29.2.2008 kl. 07:35
Heill og sæll Þorkell og þakka þér fyrir þessa frásögn, það er einmitt þessi lífsbárátta kvenna í Vestmannaeyjum sem mér finnst vanta í sögu Eyjana, það er skilmerkilega sagt frá þessum slysum hverjir fórust og hvað báturinn hét, meira segja getur maður grúskað upp hvað hann var tryggður fyrir mikla peninga. Allt er þetta gott og blessað að hafa þetta skáð, en saga þeirra kvenna sem mistu menn sína frá fullu húsi af börnum þurfti ekki að skrifa um það virðist hafa verið aukaatriði. Þú ættir þorkell minn að taka þig til og skrifa í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja um lífshlaup Þórönnu Ögmundsdóttur, þessar konur eiga það svo sannarlega skilið að minningu þeirra sé haldið á lofti, og mín reynsla er sú að margir hafa gaman af að lesa þessháttar lífsreynslusögur. Svo er bara svo gaman að safna saman heimildum um þá sem manni hefur alltaf þótt vænt um.
Sæl Halla frænka Já Þórunn var dugleg kona og það var ekki mulið undir hana, hún varð að standa sig sjálf eins og kemur fram í þessari grein. Þetta má segja um margar aðrar konur úr Eyjum en eins og ég hef oft sagt það vantar þennan kafla í söguna. Þess vegna eiga allir sem kunna að segja frá einhverju um þessar konur að skrifa og setja í blöðin.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.3.2008 kl. 16:52
Þetta eru hlutir Simmi sem að ættu einmitt að komast á prent.Sögur kvenna hér á árum áður.Amma mín var ljósmóðir í VM,kölluð Jóna ljósa.Hún tók á móti 2000 börnum og talaði um það að sitt stærsta lán var að hún missti aldrei konu.Á þessum árum frá 1920-1950 fæddu konur börn sín heima og ljósmóðirin sinnti þeim í sængurlegu í 14 daga.Oft tók amma börn inná heimilið sem komu frá stórum heimilum þar sem fátækt var mikil.Sjálf missti hún mann sinn frá 6 börnum og vann alla tíð gífurlega mikið.Þetta voru hetjur.
RagnaB (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.