Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kemur til Eyja 1971

Þórunn Sveinsd VEÞórunni gefið nafnÓskar og dóttir hans Þórunn

Vélskipið Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk..nr. 1135 kom nýtt til Vestmannaeyja 20. febrúar 1971 það var byggt í Stálvík hf við Arnarvog á árinu 1970. Skipið var frá upphafi mikið happa og aflaskip. Myndirnar eru af skipinu í prufusiglingu. 2.mynd er tekin þegar skipinu var gefið nafn t.f.v. Jón Sveinsson,forstjóri Stálvíkur, Bolli Magnússon, Sigurður Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Óskar Matthíasson, Sigurjón Óskarsson og Þórunn Óskarsdóttir sem gaf skipinu nafn. Mynd 3. Óskar Matthíasson og dóttir hans Þórunn.

Í maí 2002 var skipasmíðastöðin rifin þar sem mörg af okkar bestu skipum voru smíðuð, og þar er í dag komið íbúðarhverfi.

kær kveðja Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi. Ég man vel eftir þegar þetta var ég var að vinna þá í Stálvík á sama tíma var verið að smíða Þorlák frá Þorlákshöfn.

Guðjón H Finnbogason, 27.2.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Sigmar,Ég er með fullt af myndum en kann ekki að setja þær inn,ég þarf að læra þetta er rétt að byrja.kv

þorvaldur Hermannsson, 27.2.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Guðjón, já þarna voru smíðair margir góðir bátar sem fiskuðu vel og skiluðu miklu í þjóðarbúið. það hefði nú kannski verið meira vit í því að leyfa þessum skipasmíðastöðvum að þróast. Nú er þessi þekking að hverfa því engin skip eru lengur smíðuð af þessari stærð. Við höfum aftur á móti smíðað plastfiskibáta og ég fullyrði að þeir eru örugglega með þeim fullkomnustu sem smíðaðir eru þó víða væri leitað.

Þorsteinn það er í raun mjög einfalt að setja inn myndir, ef þú átt þær inni á tölvuni. Annars verður þú að vera með skanna til að skanna myndirnar inní tölvuna.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.2.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Leit í morgunsárið á síðunna þína og eins og þeir segja hjá útvarpinu "fastir liðir eins og venjulega" eins er það hjá þér Sigmar minn þessar fínu myndir sem koma frá þér. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 05:56

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er svo margt sem við höfum misst af við eigum eingan síðutogara til síninga,smíðin á bátum fluttist út vegna þversum háttar ríkistjórna auðvitað átti að niðurgreiða þetta eins og var gert hjá öðrum þjóðum.Slippurinn í Reykjavík á að hverfa og Daníelsslippurinn líka af hverju má hann ekki vera og byggja með honum sýningar á handverkinu á að tapa því líka.Við höfum átt allt undir fiskinum hann hefur borgað allt en við höfum ekki veitt honum neina virðingu,ekki almennileg söfn ekkert hlíð að arfinum.Það væri hægt að hugsa sér Daníelsslippinn og handverkasýningar við hliðina minjagripaverslanir sjávarréttarveitingastað og pöbb ásamt sjávarsýningunni þetta gæti verið allt í krikanum þar sem v/s ÓÐINN og Maggni verða.

Guðjón H Finnbogason, 28.2.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband