25.2.2008 | 22:58
Líkanið af Bakkafjöru
Likanið af Bakkafjöru var til Sýnis á sínum tíma, margir vestmannaeyingar komu og skoðuðu það og fylgdust með þegar líkani af skipi var siglt inn í fyrirhugaða Bakkafjöru. Á þessum myndum má sjá nokkra áhugasama eyjamenn. 1. mynd Stefán Runolfsson og Guðundur Karlsson, 2. mynd er af líkaninu. 3. mynd. Finnur í Sadpríði, bak við hann er Arndís, þá Sigmar Þór, Benóný og Ómar.
Setti þetta svona að gamni inn ef einhver skyldi hafa einhverja skoðun á þessari framkvæmd
kær kveðja Sigmar Þór
Athugasemdir
Það er gaman að sjá þetta og þá gömlu sem maður man sem peiji
Guðjón H Finnbogason, 25.2.2008 kl. 23:04
Já Sigmar minn þarna virðist mér Ríkið hafa komið sér upp eilífðar klyfjum til að bera, því miður. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 26.2.2008 kl. 10:54
Mjög hæpið að það séu skiptar skoðanir um verkefnið.
Jóhann Elíasson, 27.2.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.