23.2.2008 | 23:06
Ferð til London 1964
1. Mynd: Mathías, Sigurjón og Sigmar Þór. 2. Mynd: Kristján, Matthías og Sigurjón. 3. Mynd. Matthías, Sigmar Þór Óskar Matt, Þóra Sigurjónsdóttir , Kristján og Sigurjón fyrir utan Hótelið sem við gistum á.
Árið 1964 fórum við einu sinni sem oftar á Leó VE 400 í siglingu til Grimsbý, Þeir skipverjar sem voru giftir höfðu konur sínar með. Ákveðið var að láta mála bátinn á meðan við færum í smá frí og var ákveðiða að fara til London. Þessar myndir eru teknar í þeirri ferð.
Allar þessar myndir eru teknar í sömu siglingu: Óskar og Þóra ástfangin og sæl. Leó við kolabryggjuna í Grímsbý nýmálaður.
Áhöfnin á Leó á labbi í London. Seinasta myndin er tekin í lúkarnum Leó VE 400 tfv: Óskar, Þórunn, Besta og Kristján Valur. Þetta var skemmtileg ferð fyrir 18 ára peyja enda margt að skoða í þessari stórborg.
kær kveðja Sigmar Þór
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Gaman að sjá þessar gömlu myndir hjá þér. Þú átt greinilega mikinn fjársjóð í þessu myndum þínum.
Tkk fyrir.
Pétur Steingríms.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:13
Sæll Simmi!Tek undir með Pétri hér á undan.Veit ekki hvort þú sást slóðina sem Magnús Þór setti inn á athugasemdir hjá mér.Læt hana fylgja.
http://www.magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/450473/
Ég hef ekki gefið mér tíma til að skoða allar myndirnar þar.En sérstaklega er ég hrifin af myndum teknum af Már Jóhannssyni.Þetta eru skýrar litmyndir Þar getur maður séð hins ýmsu fyrirbrigði eins og "að taka í Blökkina",hlerarnir að koma o.sv.fr.Maður fellur í stafi í endurminningum.Og svo í einni myndaseríunni,Gylfi Ægis að spila á"togaraballi"og þórður vinur minn loftskeytamaður syngur af mikilli röst(ef ég þekki hann rétt)með.Ef þú sérð þessa tilteknu mynd þá er Þórður þessi með gleraugun.En hann var loftskeyta á b/v Úranusi í túrnum fræga er hann"hvarf"Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 24.2.2008 kl. 01:29
Svakalega gaman að þessum gömlu myndum hjá þér Simmi. Það er ekki vandi að setja sig í sporin og ímynda sér hvað þetta hefur verið mikil upplifun. Blessaður haltu áfram að taka til í gömlu myndunum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.2.2008 kl. 19:43
Heilir og sælir allir og takk fyrir innlitið og athugasemdir. Óli ég er búinn að fara inn á þessa síðu sem þú bendir á það er gaman að skoða allar þessar myndir takk fyrir þetta.
Halla frænka, nei þetta er ekki Þóra í Borgarhól þessi kona heitir Besta og er kona Sigga kokk sem var á Leó í fjölda ára og hann var kokkur í Ísélaginu í mörg ár, en þau búa nú hér í Kópavogi.
Hafsteinn já það er gaman að skoða þessar gömlu myndir og minnast þessara gömlu góðu daga, ég mun halda afram að setja inn myndir frá þessum tíma það er nóg til af þeim.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2008 kl. 23:07
Endilega haltu áfram að sýna okkur liðna tíð í myndum það er alveg óborganlegt, Sigmar minn. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.