Skaftfellingur VE 33 sögufrægt skip

Skaftfellingur1Skaftfellingur 2

Skaftfellingur VE 33 sögufrægt happaskip, myndirnar eru úr lítilli  bók sem Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út árið 2002 og heitir Saga Skaftfellings VE 33 Ágrip. Bókin er tileinkuð forldrum þeirra bræðra þeim Helga Benidktsyni og konu hans Guðrúnu Stefánsdóttir. Þetta er skemmtileg og fróðleg saga að lesa, en í þessari bók er einnig ensk og þýsk þýðing á bókini. Alltaf gaman að lesa sögu skipa.

kær kveðja Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

 Og nú stendur þetta sögufræga skip í gamalli vöruskemmu hérna í Vík.

Þórir Kjartansson, 23.2.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Átti ekki að reyna að gera hann upp?

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Jú, menn láta sig dreyma um það Guðjón.

Þórir Kjartansson, 23.2.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir, Það sem mér finnst að ætti að gera, er að smíða stórt og veglegt líkan af skipinu og koma því fyrir á góðum stað í Vík. Það virðist því miður ekki vera áhugi fyrir því  að varðveita eða endursmíða gömul sögufræg skip í dag, þrátt fyrir að þau eigi merka sögu. Því verður að gera það næstbesta að búa til stórt líkan. Önnur þessara mynda er einmitt af líkani sem Grímur Karlsson gerði af skipinu. Þórir hefur þú lesið þessa litlu bók um Skaftfelling?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nei Sigmar, því miður hef ég hef ekki séð þessa bók. En það er alveg laukrétt hjá þér með líkanið. Svona lítið samfélag eins og hér hefði aldrei bolmagn til að gera Skaftfelling upp, hvað þá sjá um sómasamlegt viðhald. Í Brydebúð er lítið líkan, smíðað af Andrési Magnússyni.  Magnús Ingileifsson faðir hans var háseti á Skaftfellingi í fjölda ára.

Þórir Kjartansson, 23.2.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband