17.2.2008 | 21:18
Hringferð um Heimaey og Surtseyjargosið skoðað.
Það var oft hér áður fyr farið í skemmtiferð á bátum hringinn í kringum Heimaey oftast var það tengt Sjómannadeginum. Myndirnar sem teknar eru um borð í Leó VE 400 eru frá árinu 1964 og eru teknar í ferð sem farin var til að skoða Surtseyjargosið og farið kringum Eyjuna í leiðini. Myndgæði eru kannski ekki alveg upp á það besta en samt gaman að hafa þessar myndir hér á blogginu.
1. mynd t.f.v. Þóra Sigga Sveinsdóttir, Guðný Alfreðsdóttir Grétar Sveinbjörnsson, Bjarni Bjarnason, Sigurjón Óskarsson og Andres Þórarinsson. 2. mynd Lagt af stað í Hringferðina og skoðunarferð að Surtsey. 3. mynd Gósið. 4. mynd tfv. Jórunn, Þóra og Björg Sigurjónsdætur. 5. mynd Siggi kokkur með myndavélina.
Myndirnar tók undirritaður í september 1964
Kær kveðja Sigmar Þór
Athugasemdir
sæll frændi
er staddur rétt fyrir utan Stuttgart skrapp á vefinn ,þetta er rétt þarna eru Jórunn (Bjarna Jónasar ) mamma (Þóra) og Björg systir hennar ,ég var að finna ótrúlega síðu um heimeyjargosið sem ég hafði ekki séð áður og hvet alla til að skoða vef slóðin er: http://tlc.uwaterloo.ca/is303a/design/s2001/Volcano/Heimaey/Heimaey_24_photojournal.htm góða skemmtun
kveðja
ingibergur óskarsson (Lundi eða það kalla Íslendingar á stæðstu eyjunni í Vestmanneyja klassanum okkur brottflutta eyjamenn)
ingibergur óskarsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.