12.2.2008 | 23:13
Hvað er lengsta orð sem við kunnum ?
Stundum koma upp ýmsar dellur eins og að reyna að búa til löng orð, eitt sinn voru þetta talin vera með lengstu orðum sem til eru í íslensku, set þetta hér inn til gamans og kannski koma einhverjir hér inn og setja fleiri enn lengri orð í athugasemdir.
Réttarveggjarvasapelafyllirísrómantík, og Vaðlaheiðavegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.
kær kveðja
Sigmar Þór
Athugasemdir
Þetta þótti manni gaman að reina að finna löng orð,það var þegar maður var peyi,þá voru ekki gemsar eða tölvur.Þá gekk maður rómantískar göngur með stúlku hönd í hönd.
Guðjón H Finnbogason, 13.2.2008 kl. 00:27
Man eftir einu orði úr ritgerðinni minni : Alþjóðaflutningaverkamannasambandið (ITF) er ansi langt og skemmtilegt orð.
Halldór (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.