9.2.2008 | 16:26
Tómstundaskólinn á Breiðabliki framhald
Handavinnunámskeið að Breiðabliki á árunum 1960 1962 ekki alveg viss á árinu, en öll þessi námskeið voru haldin á vegum Tómstundaráðs Vestmannaeyja. Það var í raun margt hægt að gera sér til skemmtunar og fræðslu þó ekki hafi verið til tölvur á þessum tíma.
Hér koma nokkrar myndir frá handavinnunámskeiði, kennari þar var Dagný Þorsteinsdóttir ef ég man rétt. Vestmannaeyingar kannast örugglega við mörg andlit á þessum myndum
Sjóvinnunámskeið haldið 1961 á vegum tómstundaráðs
Hér koma tvær myndir frá sjóvinnunámskeiðinu sem tómstundaráð hélt að Breiðabliki en kennari þar var Magnús Magnússon netagerðarmeistari. Mynd 1 t.f.v: Þorsteinn Íngólfsson, Ólafur Jónsson, Konráð Einarsson, Kristinn Þ. Siurðsson, Magnús Magnússon netagerðameistari og kennari, Sigurður Hauksson, Bergmundur Elli Sigurðsson, Sigmar Magnússon, Friðrik Ólafur Guðjónsson og Stefán Pétur Sveinsson. Á seinni mynd eru mikið til sömu peyjar.
Þetta verður að næja að sinni um þennan málaflokk þó margt fleira væri hægt um hann að segja.
kær kveðja
Sigmar Þór
Athugasemdir
Þetta finst mér gaman af að sjá myndir frá þessum tíma þó ég þekki ekki mikið kannski þá rifjast annað upp.
Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.