Tómstundaskólinn á Breiðabliki framhald

Handavinnunámskeið að Breiðabliki á árunum 1960 1962 ekki alveg viss á árinu, en öll þessi námskeið voru haldin á vegum Tómstundaráðs Vestmannaeyja. Það var í raun margt hægt að gera sér til skemmtunar og fræðslu þó ekki hafi verið til tölvur á þessum tíma.

 Hér koma nokkrar myndir frá handavinnunámskeiði, kennari þar var Dagný Þorsteinsdóttir ef ég man rétt. Vestmannaeyingar kannast örugglega við mörg andlit á þessum myndum

Bast og tá handavinnaHandavinna 1Handavinna 4

Sjóvinnunámskeið haldið 1961 á vegum tómstundaráðs

sjóvinnunámskeiðSjóvinnunámskeið pönnukökuveisla 

Hér koma tvær myndir frá sjóvinnunámskeiðinu sem tómstundaráð hélt að Breiðabliki en kennari þar var Magnús Magnússon netagerðarmeistari. Mynd 1 t.f.v: Þorsteinn Íngólfsson, Ólafur Jónsson, Konráð Einarsson, Kristinn Þ. Siurðsson, Magnús Magnússon netagerðameistari og kennari, Sigurður Hauksson, Bergmundur Elli Sigurðsson, Sigmar Magnússon, Friðrik Ólafur Guðjónsson og Stefán Pétur Sveinsson. Á seinni mynd eru mikið til sömu peyjar.

Þetta verður að næja að sinni um þennan málaflokk þó margt fleira væri hægt um hann að segja.

kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta finst mér gaman af að sjá myndir frá þessum tíma þó ég þekki ekki mikið kannski þá rifjast annað upp.

Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband