8.2.2008 | 20:52
Tómstundaskóli á Breiðabliki í Vestmannaeyjum
Í húsinu Breiðabliki hefur margskonar starfsemi verið, þar lærði ég til 400 ha vélstjórnarréttinda, tók tvö stig í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja og fór á ljósmyndanámskeið.
Í kringum árin 1960 til 1963 eða þar um bil ég man það ekki nákvæmlegar, var á Breiðabliki starfandi Tómstundaskóli þar sem ungmenni Vestmannaeyja gátu lært ljósmyndun, leiklist, saumaskap eða handavinnu, bast og tá held ég að það hafi verið nefnt og sjóvinnu.
Sjálfur fór ég í námskeið í ljósmyndun þar sem kennt var að framkalla og stækka ljósmyndir, kennari var Guðmundur Lárusson rafvirkji og vann hjá Haraldi Eiríkssyni. Margir sem voru á þessu námskeiði urðu seinna meir góðir ljósmyndarar og eiga í dag mikið safn ljósmynda.
Í leiklistinni var Unnur Guðjónsdóttir að kenna, ekki er mér kunnugt um hvort einhver af hennar nemendum hafi haldið áfram á þeirri braut. Myndirnar sem hér fylgja er af þeim sem voru í leiklistinni. Set fleiri myndir frá þessum árum á Breiðabliki síðar.
Kær kveðja
Sigmar Þór
Athugasemdir
Átti Haraldur Raftætjaverslun?
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 21:14
Já Guðjón hann átti hana og seldi alskonar rafmagnsvörur, reiðhjól og varahluti í þau og margt fleira
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.2.2008 kl. 21:18
Heil og sæl frænka já að er gaman að þessum myndum, það væi gott ef þú gætir nafngreint fleiri á myndunum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2008 kl. 15:07
Föðurbróðir minn vann þar hann var kallaður Bjössi á sokkaleistunum,nafngiftina fékk hann af því að hann var hvíslari hjá Leikfélaginu.
Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 15:56
Hvar er þessi ós Hallgerður
Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 16:22
Hallgerður átti Óskar heitin Matt þetta hús?
Helgi Þór Gunnarsson, 9.2.2008 kl. 17:39
Sæl Hallgerður, jú ég veit það. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.2.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.