8.2.2008 | 17:47
Allir ættu að eiga ömmu
Þetta Hús heitir Ós og er á Eyrarbakka, en þetta er mjög gömul mynd af því. Amma mín Þórunn Sveinsdóttir bjó þar með foreldrum sínum. Óskar Matt og Þóra Sigurjónsdóttir keyptu húsið og gerði það í gott stand en áttu það í nokkur ár. Set þessa mynd hér inn vegna atugasemda hér við þetta blogg. Útgerðarfélag Sigurjóns Óskarssonar sem gert hefur út Þórunn Sveinsdóttir VE 401 heitir ÓS eftir þessu húsi.
Sigmar Þór
Hvað er amma ?
Átta ára danskur drengur sendi þessa skemmtilegu sögu um ömmur.
Amma er kona sem að sjálf á ekki börn , svo að hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem að annað fólk á. Ömmur hafa ekki neitt að gera, þær eru bara til. Ef þær fara í göngutúr, ganga þær hægt framhjá fallegum blómum, kálormum, möðkum og gömlum húsum og þær segja aldrei "flýttu þér nú" eða " haltu áfram".
Flestar ömmur eru feitar en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns. Þær nota gleraugu, þær geta svarað öllum spurningum, svo sem af hverju hundar hata ketti og af hverju guð er ekki giftur. Ef þær lesa fyrir okkur, hlaupa þær aldrei yfir neitt. Ömmur eru þær einustu sem að hafa tíma fyrir aðra.
ALLIR ÆTTU AÐ EIGA ÖMMU!
Athugasemdir
Þetta passar allt saman Simmi, allt klárt með það...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 20:13
Hún Hallgerður er frábær að tengja þetta saman,þannig að þú ert frændi Stjána á Emmunni,Ég hef ekki upplifað annað eins og hérna í bloggheimum undanfarnar vikur,í dag náði ég tveimur frændum Bæjarstjóranum og Helgi Gunnarsson og eflaust fleiri og vonandi frænkur.
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 20:29
Heil og sæl Halla, já eins og þú veist er ég uppalinn hjá ömmu minni Þórunni Sveinsdóttir þeirri góðu konu. Það var gott hlutskipti að fá að alast upp með henni.
Takk fyrir innlitið Hafsteinn, þæreru fínar ömmurnar.
Guðjón, Sjáni á Emmu er frændi minn, þekkir þú hann og þá bræður? Já Guðjón það er gaman að vera hér á blogginu og fylgjast með því sem fólk er að blogga. En gallinn er bara sá að þetta tekur frá manni mikinn tíma.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.2.2008 kl. 21:16
Sæll pabbi :)
Skemmtileg saga um ömmuna- vildi að ég hefði átt ömmur mínar lengur :)
Annars vildi ég nú bara kvitta
Harpan
Harpan (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:34
Heil og sæl Harpa mín gaman að fá athugasemd frá þér, já ömmurnar eru góðar.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.2.2008 kl. 23:24
Sæll Simmi.
Já það má sko segja það, ömmurnar eru yndislega góðar og ekki eru afarnir verri.
E.S. Enn og aftur þakka þé fyrir falleg skrif um tengdapabba, hann Sigurgeir.
Kv.
Pétur
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.