8.2.2008 | 11:44
Herjólfur staddur á Akureyri í hringferð 1992
Þegar Herjólfur kom nýr fór hann kynningarferð hringinn í kringum landið, þessar myndir eru teknar í þessari ferð. Ferðin var notuð sem kynningarferð fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjm. Myndirnar eru teknar á Akureyri og má þarna sjá nokkur þekkt andlit úr Eyjum, Óla Lár, Sigmar Georgsson, Pálla Helga, Grím Gísla og fl.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, var ekki svaka fjör? Kær kveðja frá Eyjum í roki og rigningu.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 15:58
Heill og sæll Helgi ! jú það var virkilega gaman að fara þessa hringferð með Herjólfi, og vera með því fólki sem voru farþegar, og svo hitti maður marga sem maður þekkti á þeim höfnum sem við sigldum til.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2008 kl. 17:42
Helgi Þór Gunnarsson, 9.2.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.