Kaffipása í fiskvinnslu 1950

Í kaffitima Þekkir einhver húsinÞekkir einhver Húsin? er þetta ekki Skuld, Vöruhúsið og vantar eitt nafn ?????

Kaffipása hjá fiskvinnslustelpunum.  Myndin er tekin í kaffitíma í fiskvinnu 1950  t.f.v. Elsa Einarsdóttir, Jóna Benónýsdóttir, Erla Óskarsdóttir og Addý Guðjóns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, telur þú frá hægri Vöruhúsið, Skuld og svo Látra? En ég var að velta fyrir mér hvar húsið Nýlenda sé? Ég held að eldri og fróðari menn en ég ættu að svara en ég hef svo gaman af svona pælingum. Þær eru flottar skvísurnar, hvenær heldur þú að þessar myndir séu teknar? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi ég er ekki viss um hvaða hús þetta eru og veit ekki hvenær myndin er tekinn. Fannst þetta vera líkt Skuld og Vöruhúsinu. Samt finnst mér Vöruhúsið einhvernvegin ekki vera alveg á réttum stað. Þetta er eflaust nokkuð gömul mynd. Það eru örugglega margir sem vita hvaða hús þetta eru.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.2.2008 kl. 08:39

3 identicon

sæll Simmi´

Ég held að þetta sé eftirfarandi

Húsið næst til hægri er Vöruhúsið eða Bæjarbúðin eins og það var stundum kallað , þar sem Kaffi María er nú til húsa , húsið niður af því var Skuld og húsið til vinstri var Hlíð þar sem Hreggviður  Jónsson bjó með sínu fólki Tomma og Eyvindi ofl.

Kveðja Þór

þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þór Þakka þér fyrir þetta, stóð Hlíð ekki dálítið langt upp í lóðini við Vestmannabraut. Bára á Bólstað lánaði mér samantekt sem þú hafðir tekið saman um hús og fólk sem hefur búið við Vestmannabraut eða er það ekki rétt hjá mér, að þú hafir gert það?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2008 kl. 10:56

5 identicon

Sæll Simmi

Þetta er tóm vitleysa hjá mér.

Ef þú skoðar myndina nánar sést Klifið í baksýn þannig að vestasta húsið á myndinni er sennilega gamli Vélskólinn sem við gengum báðir í árið 1964,næsta hús er þá Steinholt sían kemur Dagsbrún og steinhúsið Berg.Það er rétt að ég hef verið að leika mér að rifja upp húsin og íbúana við Vestmannabrautina þegar ég var að alast upp og gaf ég Báru minni á Bólstað eintak af því.

kveðja úr eyjum

þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þór já ég er mikið búin að pæla í þessari mynd, en er ekki klár á þessu. Stóra húsið sem er þarna bakvið , er ekki ólíkt húsinu sem var austan og bak við Bjarma og Bjarmi var jú með búðargluggum eins og stóra húsið á miðri mynd. En þetta getur vel verið rétt hjá þér.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2008 kl. 15:16

7 identicon

Blessaður Simmi

Stóra húsið sem sést á milli Steinholts og Dagsbrúnar er salthúsið sem var austan við Bjarma.

Kveðja Dollý

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband