31.1.2008 | 18:57
Elliðaey VE 45 sökkt í Halldórsskoru norðan við Eyðið
Myndirnar eru frá því þegar verið var að sökkva bátum frá Vestmannaeyjum sem var verið að úrelda.
Einu sinni var. Elliðaey VE 45 sk.nr. 556, Sökkt norðan við Eyðið í svokallaðri Halldórsskoru, Báturinn hét áður Heimaskagi AK 85. Gísli Sigmarson keypti bátinn 1972 og átti hann þar til hann var úreltur. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1981.
Athugasemdir
Sæll Simmi , er þetta ekki við Ufsabergið ?
Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 23:19
Heill og sæll Jú það má segja það en gárungarnir nefndu þennan stað Halldórsskoru, hefur þú aldrei heirt það ?.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.2.2008 kl. 12:17
Heill og sæll Georg ég hélt að allrir eyjamenn hafi heyrt talað um Halldórsskoru, en hún var nefnd það eftir góðum vini mínum sem var Bannkastjóri í Útvegsbankanum í Eyjum. Ekki veit ég fyrir víst af hverju hann var bendlaður við þessa úreldingu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. En svona er eða var þetta í Eyjum allir fengu sinn skammt.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.2.2008 kl. 20:13
Sæll Simmi,!Hlýtur að hafa verið sárt fyrir þá sem hafa verið á skipinu um tíma að horfa upp á"aftökuna"Það er eins og það bindist einskonar vináttubönd við þau skip sem maður hefur verið eitthvað á.Og svo eins og hitta gamlan kunninga ef maður mætir þeim seinna,Ég man allaf eftir þegar ég var stm á b/v Júpiter og við vorum að koma til hafnar í Bremenhaven,Ég var kominn fram á með"kallana"blasir þá ekki við mér lítill ljósblár vélbátur sem mér fannst ég kannast við Svo blöstu við einkennisstafirnir VE 316.Þarna lá þá "Friggin"og svei mér ef hún"blikkaði"ekki öðru akkerisklussinu til mín þegar við sigldum framhjá henni.Þetta var í desember og þarna voru"Geithálsbræður"komnir með Hjalla á Enda sem"fararstjóra"komnir.Þú getur rétt ýmyndað þér hvort ekki hafi verið tekin"létt sveifla"í þýrsku mörsunum á knæpunum í Bremerhaven þá nótt.Það var alltaf kíkt á"Jukeboxið"fyrst áður en sest var en Hjalli valdi mússikina,Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 2.2.2008 kl. 00:35
Sæll Simmi , ef ég man rétt þá er Halldórsskoran sv í dalfjallinu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 2.2.2008 kl. 14:14
Heill og sæll Ólafur já ég er sammála þér að maður fer að þikja vænt um skip sem maður hefur verið lengi á, en ég var að mig minnir 7 ár á Elliðaey VE. Þetta var mjög gott sjóskip og við fiskuðum vel þau ár sem ég var á bátnum. Hjalli á Enda var skemmtilegur karater hann sigldi oft LEÓ VE 400 en á þeim bát var ég í 5 ár og vorum við flest þau sumur og haust í siglingum aðalega til Bretlands og á haustin sigldum við á Þýskaland. 'Eg segi eins og Georg bloggvinur segir stundum: Meira seinna um það.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.2.2008 kl. 17:59
Blessaður Simmi
gaman að skoða síðuna þína.Varðandi Halldórsskoru þá er þetta gamalt kennileyti með þessu nafni, en margir eru í þeirri trú að þetta nafn hafi orðið til þegar farið var að sökkva þarna bátum í stórum stíl þegar Halldór Guðbjarnasson var bankastjóri Útvegsbankans í Eyjum
Kveðja úr eyjum Þór
þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:43
Heill og sæll Þór Og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd, þetta vissi ég ekki, hélt að þetta væri kennt við Halldór Bankastjóra, en maður er alltaf að læra. Annars er ég ekki fróður um Eyjamiðin því þeir bátar sem ég var á voru sjaldnast að veiðum kringum Heimaey. Ég veit að þú hefur gaman af svona grúski, en hvar fannstu þessar heimildir um Halldórsskoru ?
Kær kveðja til þín og frænku
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.2.2008 kl. 00:34
Góðar þessar myndir.
Hvað ætli mörg skip liggji þarna?
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:51
Blessaður Simmi
Upplýsingar um Halldórsskoru í bók Þorkells jóhannesssonar Örnefni í Vestmannaeyjum bls.48
þar er Halldórskora sögð vera vestan og neðan við Hvíld í Dalfjalliog að sögn er hún kennd við einn af þrælum Hjörleifs, og varðandi spurningu Gísla þá veit ég alla vega um 6.báta sem hvíla þarna.
Síðan til gamans þá man ég fyrst eftir áðurnefndum Halldóri Guðbjarnassyni hér í eyjum sem skipsverja hjá Gísla Sigmars á Elliðaey
Kveðja úr eyjum
Þór
þór Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:20
Heill og sæll Þór og þakka þér kærlega fyrir þetta, það er gaman að hafa þetta hér með þessu bloggi. Já ég var einnig á Elliðaey með Gísla þegar Halldór var þar, hann var að mig minnir á skólaárum sínum á sjónum hér í Eyjum og var hörkuduglegur.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.2.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.