Frábært kastljós sent út frá Vestmannaeyjum

 

Mikið hafði ég gaman af Kastljósþættinum í gær. Sjónvarpið á þakkir skyldar fyrir að senda Kastljósið út frá Vestmannaeyjum. Allir sem komu fram í þættinum stóðu sig frábærlega vel þó flestir væru ekki vanir að koma fram í sjónvarpi. Það er á svona stundum sem maður finnur svo vel hvað maður er stoltur af því að vera vestmannaeyingur. Það var ekki laust við að manni langaði að vera heima innanum gamla vini og kunningja.

Það var aðeins eitt sem mér fannst vanta í Kastljósið og það er ekki í fyrsta skipti sem það kemur fyrir þegar þessara tímamóta er minnst. Ekki var talað við neinn sjómann sem þó stóðu sig mjög vel í flutningum á fólki og síðan flutning á búslóðum frá Eyjum í Gosinu.

Vonandi verður  hlut Sjómanna haldið á lofti í sumar þegar 35 ára Goslokahátíðin verður haldin hátíðleg.

Kær kveðja Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Sigmar, já það er alveg rétt hjá þér með sjómanninn, það er eins og hann sé gleymdur í allri þessari umræðu, jú það er á svona stundum sem ég verð svo mikill Vestmannaeyjingur í mér að ég fæ gæsahúð, að halda á blysi í göngunni og heyra kirkjuklukkurnar í landakirkju hringja og horfa upp á Eldfell uppljómað af neyðarblysum og eftir það var flugeldasýning bakvið Helgafell sem sást illa fyrir snjókomu, svo var mjög gaman upp í Höll. Sigmar ég veit að ykkur Kollu langar að vera með okkur hérna út í Eyjum á svona stundum þess vegna sendi ég ykkur kærar þakkagjörðarkveðjur frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Ég tek undir með þér þátturinn var frábær enn eins og þú bendir réttilega á það vantar miklu fleiri aðila inn í málið.

Mér fannst sem dæmi þegar kirkjugarðurinn var grafinn upp fullur af vikri þetta tel ég þrekvirki manna sem unnu þetta verk. Ekki má heldur gleyma Jóni lóðs sem lét sig vaða þegar hann var að yfirgefa skip. gamli lóðsbáturinn ekkert minnst á hann.

Fleira væri hægt að taka saman. Enn það væri gaman að fara til Vestmanneyja og rifja upp gamlar minningar.

Bið að heilsa öllum á suðurhafseyjum þar er bongo blíða meðan fólk á Suðvesturhorinu gengur í kuldaúlpum. Enn veðurblíðan í Vestmanneyjum er eins dæmi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.1.2008 kl. 23:01

3 identicon

Þarna var mjög fróðlegt að sjá frá Vestmannaeyjum,ég var að nálgast tvítugt aldurinn á þessum tíma er gosið var.Þó að maður sé búinn að lesa mikið og sjá á myndum og öðru fróðlegu efni,þá hafði ég ekki hugmynd um að 400 hús hafi farið undir ösku og hraun,ja hérna.Það er vonandi að gerð verði góð heimildarmynd um áhrif og breytingar sem að áttu sér stað varðandi gosið,óskandi að það verði framkvæmt.Fjórfalt húrra fyrir eyjamönnum.     kveðja frá landkrabba.

jensen (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Já þetta var flottur þáttur og virkilega gaman að sjá myndirnar frá Eyjum.   

Gísli Gíslason, 24.1.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Simmi.

Ég er sammála þér, þetta var góður þáttur og maður verður og er alltaf stoltur af því að vera Eyja peyji.  Ég er sérstaklega sammála þér varðandi sjómennina okkar, ég var ekki nema á sjöunda ári þegar þetta gerðist en man eftir því að ég sá hvorki pabba né Stebba bróðir í langan tíma á meðan á þessum flutningum stóð.  Ég læt hér fylgja með mynd af síðu Sigurgeirs ljósmyndara sem var tekin við Halkion VE en þarna sést í gamla manninn pabba á brúar pallinum og bróa á bryggjunni þar sem þeir voru að setja heimilistækin um borð í Halkion.

Valur

Heimaeyjargosið.

Valur Stefánsson, 25.1.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sigmar!

Ég var(kannske því miður)farinn úr Eyjum þegar þesir atburðir gerðust.Ég er sammála þér með sjómannsleysið.Það er að verða eins og íslendingar skammist sín fyrir þá menn sem skutu stoðum undir það þjóðfélags sem við lifum við í dag.Ég var að"glugga"í gamlan"Mogga"um daginn á sá ég að 1967 öfluðu Vestmannaeyjabátar 43.000 ts af 276.000 ts bolfisks sem bátafloti landsmanna aflað.Með gömlu hampteinana og útfarana og öllu sem netaveiðum fylgdi þá.þetta er bara tekið af handahófi.Hver stæðasta % talan er veit ég ekki.Ég tek undir líka undir með þér með annars ágætan"Kastljós"þátt.Ég gat nú ekki annað en brosað að frásögn"bakarahjónanana"af Vestmannabrautinni.En ég leigði nefnilega umrætt herbergi af Jóni Kjartanssyni vertíðina 1970 þegar ég var stm á m/b/ Norðra sem sökk 5 mai það ár.Og 21 jan 1971 eignaðist ég stúlkubarn með konunni sem seinna varð konan mín til nokkra ára.Hlýar endurminningar hjá mér einnig úr þessu herbergi.Og Jóhann Páll ef þú lest þetta.Vertu velkominn til Eyja hvenær sem er.Það yrði tekið vel á móti þér.Sem og móti öllum sem til þessarar indælu Eyju koma.Það veit ég að þú veist.Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir allir sem hafa skrifað athugasemdir hér við þetta blogg. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað margir taka undir þá athugasemd mína að aldrei er minnst á sjómenn þegar rifjað er upp þessir atburðir um eldgosið í Eyjum. Sjómenn og auðvitað einnig útgerðarmenn áttu þarna stóran þátt í að bjarga verðmætum. Við skulum  halda þeirra merki á lofti og ég skora á menn sen kunna sögur um þessa flutninga að segja þær í fjölmiðlum og hér á blogginu.

Já Ólafur við sjómenn höfum ekki þurft að skammast okkar fyrir okkar framlag til þjóðarbúsins öðru nær. Mikið hafði ég gaman að lesa þessar línur sem þú skrifar hér að ofan um ungdómsárin og veru þína í herberginu sem Helga og Arnór gistu gosnóttina.

Mig langar að endurtaka það að allir sem komu fram í þessum umrædda þætti voru Vestmannaeyjasamfélaginu til sóma og söngur Arnórs og Helgu var svona gullmoli sem fyllti mælin. Hafi þau þökk fyrir frábæran söng.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.1.2008 kl. 13:59

8 identicon

Sæll félagi og vinur.   

Það er óhætt að taka undir það með þér að kastljósþátturinn frá Vestmannaeyjum var afargóður, en kannski ekki hægt að ætlast til að í stuttum fréttaskýringaþætti sé hægt að gera öllu skil sem þörf er á.  ( Meira hvað þú ert alltaf hörundsár varðandi sjómennina, þeir gerðu jú lítið gosnóttina annað en að forða sér í land og leyfa kunningjum að fljóta með eða þannig, sama hvorum meginn hryggjar þeir liggja í þessu.)    En  að öllum gálgahúmor sleppt , Þú ættir að taka þig til og setja niður nokkrar frásagnir frá gosinu sem ég hef sumar heyrt  hjá þér og eru góðar td. af atvikum í sambandi við flutningana á fólkinu.

Vonandi verður svo fyrr en seinna sett saman bók um þessa atburði alla og nauðsynlegt að gera það á meðan margt fólk er á lífi sem lenti í þessum hamförum og man þá vel,   þá þarf að gera þætti sjómanna sem annara  vegleg skil.   Guðjón Ármann skrifaði frábæra bók „Byggð og eldgos ” sem kom út skömmu eftir gosið þar sem þessum atburðum  eru  gerð góð skil og Guðjón sá fróðleiksbrunnur ætti að taka sig til með styrk góðra manna og félaga og skrifa 2. bindi af þeirri bók sem gæti fjallað um þetta.  Sérstakan þátt  væri svo þarft að gera um Jón Sigurðson sem var hafnsögumaður og tollvörður í Vestmannaeyjum í fjölda ára og er undirrituðum minning þess mæta manns afar kær og svo mun um marga sem höfðu kynni af honum.  

Kveðja.  Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Heiðar minn, gaman að fá athugasemd frá þér. Ég tek undir það að Guðjón Ármann ætti að skrifa II. bindi af Byggð og eldgos og skrifa þá um þátt sjómanna í þessum hamförum öllum. Það má kannski misskylja skrif min þegar ég er að tala um að ekki hafai verið minnst á sjómenn í Kastljósinu, það er ekki bara þar sem vantar þátt sjómanna, heldur hefur það verið gegnum tíðina að þessum þætti hefur verið sleppt. Kannski vegna þess að þeir sem eru að skipuleggja þessar uppákomur eru flest fólk sem ekki þekkir líf sjómanna. Þetta vita sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum. Eitt að lokum Heiðar minn, þú veist manna best að við sjómenn þurfum að berjast sjálfir fyrir okkar málum, það gerir engin fyrir okkur. Saga okkar er engin undanteknig.

Kær kveðja til þín og þinna

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.1.2008 kl. 18:06

10 identicon

Sæll Sigmar Þór.

Hvernig væri að þú settir nokkrar sjómannasögur frá gosinu á blað og sendir til ritstjóra Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja. Hvar er betra að geyma sögu allra þeirra sjómanna sem unnu frækilegt björgunarstarf á gosnóttina en í SJÓMANNADAGSBLAÐI VESTMANNAEYJA 2008

Kveðja frá Eyjum.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur, ég er sammála þér að Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er góður geymslustaður fyrir þessar sögur, við skorum á sjómenn að skrifa niður reynslusögur frá gosárinu og koma þeim í blaðið. Ég man nokkrar frá sjónum í gosinu. Kannski setur maður þær á blað.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.1.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband