Flott sjóminjasafn sem Þórður Rafn Sigurðarson útgerðarmaður hefur safnað.

100_4171100_4161100_4167

Myndirnar eru teknar í safni Þórðar Rafns Sigurðssonar útgerðarmanns, á mynd 1 er þórður Rafn ásamt konu sinni Ingu Eymundsdóttir og Eyþóri Syni þeirra og skipstjóra á Dala Rafni, en líkönin eru af skipi sem Þórður átti með sama nafni.

Síðastliðið sumar sýndi Þórður Rafn mér sjóminjasafnið sem hann er búinn að koma upp á skrifstofu sinni, ég hafði heyrt um  safnið og langaði að skoða þarna hin ymsu tæki sem notuð hafa verið á sjónum á undangenginni öld. Þetta er virkilega flott safn hjá þeim hjónum og ótrúlegt hvað þarna er mikið af alskonar munum bæði mikið gömlum tækjum og nyrri sem ekki er svo langt síðan voru í notgun. Þórður Rafn á heiður skilið fyrir þetta framtak og kannski verður hann í ellini safnvörður sem fræðir upprennandi sjómenn um það hvernig tæki og tól við gömlu mennirnir notuðum í gala daga.  Að mínu mati á hann að vera búinn að fá RÓS Í Hnappagatið fyrir þetta flotta safn.

kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Sigmar, er það Tryggvi Sigurðsson (beikon) sem smíðaði þessi líkön eða er Jens Karl (Jenni rauði) sem smíðaði eitt þessara líkana? Með gosþakkagjörðakveðju frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll. Í tilefni dagsins.

 Það hlítur að hafa verið gaman að skoða þetta safn,er það altaf opið ég hef ekki heirt um þetta. Ég þurfti eitt sinn að fara með viking galla í viðgerð til þeirra sem flytja þá inn Viking í Hafnarfirði og þegar ég var að fara upp stigann að skrifstofunni þá sá ég gamlar myndir frá Vestmannaeyjum og var alveg dolfallinn,þar voru atmenni mín eins og afi minn og pabbi og fleirri úr föður fjölskylduni og þarna voru myndir af bátum og húsum alver frábært ef þú hefur ekki séð þetta þá ætiru að skoða þetta.Gaui kokkur

Guðjón H Finnbogason, 23.1.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, langt síðan þú hefur skifað á bloggið, ég er ekki viss um hver smíðaði þessi líkön, en þau eru vel smíðuð

Heill og sæll Guðjón, Já það er virkilega gaman að skoða þetta safn sérstaklega fyrir okkur sem hafa verið á sjónum og alist upp með þessum tækjum, ég held að allir sem áhuga hafa geti fengið skoða þetta hjá Þórði Rafni. Já ég á oft erindi til Vikíng Björgunarbúnaður og skoða þá þessar myndir þær eru góðar.

kær kveðja

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband