20.1.2008 | 17:22
Góður brandari sem ég heyrði í gær
Hverju þakkar þú háan aldur Jón minn.
Jón var eldhress að halda upp á 98 ára afmælið sitt, en því miður hafði kona hans látist fyrir 20 árum, þannig að hann hafði búið einn þann tíma. Eins og oft við svona tækifæri kom fréttamaður til hans og spurði hann hverju hann þakkaði sinn háa aldur og góðu heilsu. Jón svaraði því til að þegar hann giftist konu sinni þá kornungur hafi þau gert með sér samning sem þau stóðu við í einu og öllu meðan hún lifði. Samningurinn var á þann veg að ef við færum að rífast eða okkur yrði sundurorða í okkar hjónabandi skyldi ég fara út í göngu til að hugsa mitt mál. Ætli það hafi ekki verið útiveran sem gerði mér svo gott að ég er nú orðinn 98 ára svaraði Jón.
Athugasemdir
Jóhann Elíasson, 20.1.2008 kl. 19:31
Þessi var nú nokkuð góður.
Árni Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.