Er fækkun slysa á sjó ?? ekki segir eftirfarandi yfirlit það.

Eftirfarandi er hluti af Yfirliti og tekið af heimasíðu Rannsóknarnefndar sjóslysa þar sem mál eru flokkuð og borið saman hve mörg mál nefndin hefur rannsakað ár hvert siðustu tíu ár. Ekki verður annað séð  af þessari samantekt en slysum á sjó hafi fjölgað verulega siðastliðin tvö ár.

Yfirlit ársins 2006

Á árinu 2006 voru haldnir níu fundir og 163 mál afgreidd.  Skýrslur sem var skilað með nefndaráliti eru 94 en ekki var ályktað í 69 málum.  Skilað  var inn til Siglingastofnunar Íslands 3 tillögum í öryggisátt.  Tilkynnt og skráð mál hjá nefndinni voru 172.  Af málum þessa árs átti eftir að afgreiða 53 um áramót. 

Á töflunni hér að neðan má sjá grófa flokkun á eðli mála í samanburði við síðastliðin tíu ár.

skrá yfir sjóslys

Eins og fram kemur í töflunni eru eðli mála nokkuð sambærileg á milli áranna 2005 og 2006.  Veruleg fækkun er á að skip sökkva frá 2004 en aukning er á því þegar skip stranda eða taka niðri og árekstrum.  Einnig má sjá á töflunni meðaltal áranna 1996 til 2005 en það gefur ekki alveg rétta mynd því fjölgun mála frá árinu 2001 má rekja til átaks nefndarinnar í að ná til aðila og efla samstarf við lögregluyfirvöld. Undir liðnum Annað eru skráð þau mál sem ekki falla undir flokkun í þessari töflu og má þar nefna atvik þegar skip fengu í skrúfuna, vélarbilanir eða bilanir í búnaði, skemmdir vegna veðurs, farmskemmdir o.fl.

Fjögur banaslys voru á íslensku landgrunni á árinu.  Tveir skipverjar fórust þegar eldur kom upp í ljósabekk um borð í togara (mál nr. 06106 hjá RNS) sem var á veiðum á Vestfjarðarmiðum og einn maður fórst á kajak í Hvalfirði (mál nr. 15006 hjá RNS).  Þá lést einn skipverji af danska varðskipinu Triton við björgunarstörf við Stafnes.  Málið var skráð hjá RNS nr. 16706 en rannsókn málsins er í höndum danskra yfirvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir þetta Sigmar.  Eitt vil ég að komi fram, varðandi strand netabáta: En eins og við vitum, sem höfum verið til sjós, er að stýrimaður á alltaf landstímið, þegar kemur að því er hann búinn að vera úti á dekki að draga ég veit ekki hvað margar trossur og þá í nokkuð misjöfnu veðri svo kemur hann upp í brú í hitann þar og auðvitað er maðurinn þreyttur og eftir smá stund SOFNAR hann.  Á flestum bátum er svokallaður "vaktari" en það er takki sem á að ýta á með vissu millibili til að koma í veg fyrir að vaktin sofni eða gleymi sér við eitthvað annað, en gallinn er bara sá að á flestum bátum er búið að taka þennan "vaktara" úr sambandi.  En vegna þess að búíð er að fækka svo mannskap á þessum bátum er ekki hægt að bregðast við þessu með því að láta stýrimanninn fara í koju, kannski svona þegar tveir tímar eru í landstím.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann og þakka þér fyrir þetta innlegg í bloggið, já það eru eða voru nokkrir bátar með þessa vökustaura held ég að þeir séu kallaðir, en auðvitað er það ekki mikið vit að menn séu að sofna á stíminu og vakna á milli þegar vökustaurarnir fara að væla. Menn eiga bara að fá sína hvíd þannig að þeir geti staðið sína vakt án hjálpartækja. Maður kannast svo sem við þessa lýsingu sem þú gefur á starfi stýrimanns á netabátum, hef sjálfur margoft verið í þessari stöðu. Jóhann finnst þér ekki vera lítil viðbrögð við bloggi um öryggismál sjómanna hér á netinu ? OG í frammhaldi af því; er einhver skýring á því að umræða í blöðum um öryggismál sjómanna er gjörsamleg steinhætt ekki stafur um þau mál? Á sama tíma er sem betur fer mikil umræða um öryggimál í umferðinni.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.1.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú viðbrögðin voru skammarlega lítil og auðvitað eru það sjómenn sjálfir sem eiga að bregðast við, þetta er þeirra líf sem er verið að fjalla um og það er náttúrulega þeirra að fylgjast með að hlutirnir séu í lagi og þegar fréttir berast af því að búnaður sem þeir eiga líf sitt undir er ekki rétt frágengin eiga þeir að bregðast við, það er ekki nóg að eldhugar eins og þú og Jóhann Páll Símonarson standið vaktina heldur verða sjómenn sjálfir að fylgjast með að hlutirnir séu í lagi, það er of seint að gera það þegar að slysin verða.  Það var vissulega framför þegar allir sjómenn voru skikkaðir á námskeið hjá "Björgunarskóla Sjómanna" en hvað svo?  Ég veit ekki til þess að um neina eftirfylgni sé að ræða fari ég með rangt mál verð ég vonandi leiðréttur.  Ég kann enga skýringu á því hvers vegna umræða um öryggismál sjómanna er ekki lengur í fjölmiðlum en helsta sem mér dettur í hug er að almenningur í þessu landi telur sjávarútveg ekki eins mikilvægan fyrir þjóðarbúskapinn og hann  var en að mínu mati og margra annarra er þetta ekki alveg rétt því einhvers staðar verða verðmætin að eiga uppruna sinn og mér vitanlega eru ekki margar auðlindir sem við sækjum auð okkar í, í það minnsta er sjávarútvegurinn sú auðlind sem mest gefur af sér.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það er rétt að benda á að nú er komið nýtt Yfirlit á heimasíðu Rannsóknarnefndar sjóslýsa fyrir árin 1998 til og með 2007 ég hvet sjómenn og áhugamenn umöryggismál sjómanna að kynna sér þessar skýrslur Rannsóknarnefndar Sjóslysa á þeim er margt hægt að læra.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.1.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband