Kvefið er fylgifiskur vetrar og kulda

 

Kvefið er einn af fylgifiskum vetrar og kulda, ég var að lesa það í 24 Stundum að rauðvínsdrykkja dregur úr kvefi, já hófleg drykkja getur haft jákvæð áhrif á heilsuna.  Nú getum við ef við fáum kvef hætt með góðri samvisku í þessu sítrónuvatnssulli með hunangi og fengið okkur bara reglulega í glas og aukið aðeins við það ef maður finnur fyrir því að kvefpestin sækir að.

Annars koma þessar rannsóknir mér ekki á óvart, gamall vinur minn gaf mér gott ráð við kvefi fyrir um 20 árum síðan og er ráðlegging hans eftirfarandi:

Ef þú færð kvef  þá skalt þú fá þér minnst tvo tvöfalda Viskí  að kvöldi og drekka úr glösunum frekar rólega, þetta skaltu gera í sjö daga og þá er öruggt að þú verður orðinn góður af kvefinu . Ef þú aftur á móti gerir þetta ekki þá máttu búast við að bati taki heila viku.

En við skulum einnig hafa það í huga að við getum jú endað á Vogi og þá er kannski betra að sitja uppi með kvefið.

Kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi Sigmar!Ja mikill er andsk..... sagði einhver einhverntíma.Þessar upplýsingar koma 26 árum of seint hvað mig varðar.Nema hvað maður hefði sennilega breytt uppskriftinni í:sjöfaldan Viskí skellt í sig kölds og morgna 2 daga í röð.Enda endaði ég á Silungapolli fyrir 26 árum og líkar það vel í dag.Nema þetta með kvefið og flensuskrattan.Þú ert að mínu mati mjög ráðhollur vinur Simmi minn það veit ég af skrifum þínum í gegn um árin en í þetta sinn ætla ég að afþakka þitt góða ráð.Hvað um það lifðu sem kveflausustu lífi og ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband