2.1.2008 | 23:29
Veðurlýsingar frá janúar 1930 en þá fórst vélbáturinn Ari VE
Veðurbækur Finns í Uppsölum
Finnur Sigmundsson var einn hinna gömlu Eyjamanna sem ýmsir minnast enn, greindur karl. Var lengi bæjarstarfsmaður (hreinsunardeild eða stundum kallaður öskukall). Hann var einn kallara slökkviliðsins sem óku um bæinn og kölluðu liðsmenn og aðra til að slökkva eld.
Finnur var áhugasamur leikari og mun síðast hafa leikið í Grasa Guddu í Skugga-sveini um 1950.
Veðurbækur Finns spanna um 20 ár, eða fra 1924 til 1944. Lýst veðri, stutt með sterkum orðum, slýsförum og mannslátum í landi. Þá er jafnan sagt frá skipakomum og sannar það að samgöngur (á sjó að sjálfsögðu) voru slíkar að undrn sætir og áttu eftir að breytast mjög síðar.
Eftirfarandi er úrdráttur úr veðurbókum Finns í janúar 1930 en í þeim mánuði fórst vélbáturinn Ari VE og með honum 5 menn þar á meðal Afi minn Matthías Gíslason:
Dæmi úr veðurbók 1930.
- janúar. Andi við austur, indælt veður. Selfoss fór um kl 12 til útlanda
2/1: í kvöld fóru 6 bátar til Sandgerðis
3/1: Logn og blíða. Í dag voru 3 vélbátar á sjó og nokkrir trillubátar, lítið um fisk.
4/1: Austan bræla en fært veður. Hvarf Jónína Ingimundardóttir frá Gjáabakka og hefur ekki fundist. Talið sennilegt að hún hafi hrasað út af Urðunum því það tæki oft sjó þangað. Kosið í bæjarstjórn.
5/1: Gott veður, kuldi. Í bæjarstjórn komust: 1 af lista kommunista 6 íhaldsmennog 2 jafnaðarmenn.
7/1: Lýra kom frá Bergen.
10. jánúar. Austan hífandi rok og slyddubilur, Lýra frá Reykjavík.
11. janúar. Hífandi öskurok. 4 báatar á sjó, lítið um fisk. Island frá útlöndum.
16. janúar. NA stormur, bylur í morgun ,, Island" frá Reykjavik. Nokkrir á sjó, tregur afli.
19.janúar. Norðan stormur, frost 3 stig í morgun, 4 seinnipartinn. Lagarfoss að utan og austan ,, Esjan" í hringferð á leið til Reykjavíkur.
20. janúar. ,,Brúarfoss" frá Reykjavík.
21. janúar. ,, Lýra" frá Reykjavík.
24. Janúar. Norðustan bræla í morgun en kl.8 f.h. var komið ösku hífandi rok og framyfir miðjan dag var afspirnu rok.
Um 30 bátar voru á sjó. Snéru sumir strax við, sumir komu eftir kl. 6 í kvöld og einn bátinn vantar enn og er kl. Orðin 12 í nótt.
,, Lýra" kom frá Reykjavík í morgun og liggur hér óafgreidd. Ekki fært að hafa samband við hana. Um kl. 3 í dag var náð af Eiðinu farþegum og pósti.
25. janúar. Suðvestan og úr hafi en hægur, dálítil snjókoma. Ekki er báturinn kominn fram enþá og er hann talinn tapaður. Það er Ari eign Árna Sigfússonar o.fl. Formaður Matthías Gíslason og Páll Gunnlaugsson háseti og 3 aðkomumenn.
28. janúar. Austan stormur. Eftir kl. 11 húðarigning og afspirnu rok. Um 5 gekk hann í hafið. Engin bátur á sjó.
Febrúar 1930
Veðurbækur Finns eru nú á Byggðasafni Vestmannaeyja
Kær kveðja
Sigmar Þór
Athugasemdir
Sæll og blessaður, mikið held ég að við mundum kvarta núna í dag ef samgöngur og aflabrögð væru með svipuðum hætti og þá. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 3.1.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.