31.12.2007 | 15:27
Gamlar myndir frá sjómannadegi í Vestmannaeyjum
Mynd 1. Er líklega af róðrarsveit vélstjóra þarna eru þekktir eyjamenn og tvær næstu myndir eru af reiptógi á Stakkó en þetta var vinsæl keppnisíþrótt á Sjómannadaginn hér áður fyrr.
Ef einhver þekkir mennina á myndunum væri gaman að þeir skrifuðu hér í athugasemdir.
kær kveðja
Sigmar Þór
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Greinar
- Þórunn Sveinsdóttir Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein Sigmars Þórs um Þórunni J. Sveinsdóttur.
Bloggvinir
-
solir
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
thorirniels
-
reykur
-
fosterinn
-
georg
-
valurstef
-
ews
-
mattikristjana
-
nkosi
-
jonsnae
-
vardturninn
-
omarragnarsson
-
godaholl
-
raggie
-
jp
-
gisligislason
-
nimbus
-
oliskula
-
laugi
-
hljod
-
islandsfengur
-
jaj
-
omarbjarki
-
svanurg
-
fiski
-
saemi7
-
gmaria
-
olafurjonsson
-
snorribetel
-
1kaldi
-
asthildurcesil
-
skari
-
sng
-
nautabaninn
-
bjarnihardar
-
oskareliasoskarsson
-
dressmann
-
flinston
-
skagstrendingur
-
svarthamar
-
noldrarinn
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 847405
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigmar
Getur það verið að á vélstjóramyndinni heiti sá maður sem er á vinstri hönd þegar horft er á myndina, Guðmundur Benediktsson ,vélstjóri ? ,en með Guðmundi vélstjóra úr Eyjum var ég með á ms Selfossi árið 1967 og þetta er ansi líkt honum.
Myndin gæti verið frá árunum á milli 1950 -1956. Gaman væri að fá vitneskju um þessa tilgátu mína.
kveðja og gleðilegt nýtt á og þakka bloggsamskiptin á liðnu ári.
Sævar Helgason, 1.1.2008 kl. 00:44
Gleðilegt ár Sigmar minn og þökk fyrir það gamla. Það var ávallt gaman á Stakkó fyrr á árum, eða þegar maður var drengur. Þótti mjög spennandi að fylgjast með reiptoginu þar sem ýmsir kappar virtust leggja sig alla fram. Þekki því miður engan þarna á myndunum. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.1.2008 kl. 11:58
Heill og sæll Sævar ég er ekki viss um hvað þessi maður heitir en það er örulega einhverjir sem þekkja alla á þessari mynd og ef ég fæ vitneskju um það set ég það hér inn við myndina. Ég held að það sé rétt hjá þér að myndin er tekin á þessu tímabili. Þakka góða kveðju og sömuleiðis gleðilegt ár og þakka blogg samkiptin á liðnu ári.
Sömu leiðis Þorkell gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla, það er ótrúlega gaman að grúska í gamla tímanum og rifja upp liðna tíma, vonandi heldur þú áfram að blogga m.a. gömlu góðu dagana. Það er mikill fróðleikur í Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja og gaman að grúska í þeim blöðum og af því að pabbi þinn vann nú lengi á BSV þá er gaman fyrir þig að lesa grein í blaðinu frá 1985 sem heitir " BSV 55 ára ,, ég fékk Magga á Reykjum til að skrifa hana á sínum tíma, en datt þá ekki í hug að þetta fyrirtæki ætti eftir að leggast niður nokkrum árum síðar. En þessi grein og myndir sem henni fylgja er í dag ómetanleg heimild um BSV og þá menn sem þar störfuðu.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.1.2008 kl. 15:00
Blessaður frændi!
Ég var að skoða þessar gömlu myndir, mér koma andlitin kunnuglega fyrir sjónir, en auðvita er minni mitt ekki óbrigðult.
Vélstjóragruppan: Lengst til vinstri á myndinni er sem áhorfandi Finnur í Fagradal (í jakkafötum)
Tveir til vinstri sýnast mér vera tveir bræður, synir Gunnars Marels. Næstur þeim sýnist mér vera Eggert Ólafsson, kenndur við Ólafshús. Næstur, ókunnur. Þarnæst er maður sem var frá Ásum. Næsti ókunnur. Lengst til hægri álít ég vera Tryggva Gunnarsson (Labbi á Horninu), sem væri þá ef rétt er þriðji bróðirinn á myndinni
Kveðja Björk P. á Strönd
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:52
Gæti þessi næstlengst til hægri verið hann Guðfinnur (á Árna úr Görðum)??
B.P:
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:59
Sæl Björk þetta er líklega rétt hjá þér ég er að safna þessum nöfnum og set þau inn þegar ég er búinn að ná þeim öllum.
Gleðilegt ár og þakka þér gömlu árinn
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.1.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.