30.12.2007 | 23:06
Öryggismál sjómanna gúmmíbjörgunarbátar vitlaust tengdir í losunar og sjósetningarbúnaði
Á fyrri mynd má sjá að fangalínan er óbundin við skipið og á seinni mynd sést að hún snýr út en á að snúa inn í skipið þannig að svona tengdur gúmmíbjörgunarbátur lendir á hvolfi eða línan getur særst eða jafnvel skorist í sundur.
Fór bryggjurúnt í gær í Hafnarfjörð og Reykjavíkurhöfn þetta væri ekki í frásögu færandi nema af því að ég tók eftir því að á 5 fiskiskipum voru gúmmíbjörgunarbátarnir vitlaust tengdir í losunar og sjósetningarbúnaðinum, þar af var einn gúmmíbjörgunarbáturinn með alveg lausa fangalínu sem þíðir að ef honum hefði verið skotið svona út hefði hann horfið í hafið ótengdur við skipið. Því miður er það alltof algengt að Gúmmíbjörgunarbátar eru vitlaust settir í losunar og sjósetningarbúnaðinn, bæði snúa öfugt og eru vitlaust tengdir. Ef þeir eru ekki rétt settir í búnaðinn ( gálgann) þá lenda þeir á hvolfi í sjónum og fangalína getur líka særst og slitnað, þá hefur það gerst ef gúmmíbátar snúa öfugt að fangalínan hefur farið á milli hylkja og þannig hefur gúmmíbáturinn hangið óuppblásinn í gálganum.
Á þessum myndum eru eru Gúmmíbjörgunarbátar í Sigmunds og Ólsenbúnaði rétt tengdir og rétt frágengnir í losunar og sjósetningarbúnað.
Það er merkilegt að sjómenn skuli ekki vera búnir að læra þetta eftir öll þessi ár og allir eru þeir búnir að vera í Slysavarnarskóla sjómanna. Skipaskoðunarmenn eiga einnig að kunna þetta og í búnaðarskoðunarskýrslu eru tveir reitir sem þeir eiga að fylla út, þar er spurt hvort fangalína sé föst og hvort rétt sé gengið frá gúmmíbjörgunarbát. Þetta eiga skoðunarmenn að athuga og ganga úr skugga um að þetta sé í lagi. En í alltof mörgum tilfellum bregðast bæði skipstjórnarmenn og skipaskoðunarmenn. Sjómenn verða að hugsa meira um sín öryggismál og þetta er eitt af því sem þeir verða að kunna.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Athugasemdir
Heill og sæll Sigmar.
Þetta er með ólíkindum að ástandið sé svona alvarlegt hugsanlega eru bátarnir að koma úr skoðun og enginn áhugi að ganga frá bátunum og kunnáttuleysi sjómanna að setja bátinn rétt í. Ég spyr hvar er stýrimaðurinn eða skipstjórinn sem eiga að fara líka yfir þetta og öllum um borð sem ber að hafa þessa hluti í lagi.
það alvarlegasta þegar menn tengja ekki fangalínuna þá getur farið illa þegar honum er skotið út. Þá er lífsbjörgin farinn frá þeim. Menn verða að hugsa dæmið til enda.
Sigmar þú átt heiðursklið fyrir þetta framtak þitt. mættu margir sem hér skoða þessa síðu taka undir þessi orð.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.12.2007 kl. 00:15
Heill og sæll Jóhann, þetta eru ekki nýskoðaðir bátar og þetta er ekki einsdæmi að maður sjái vitlaust tengda Gúmmíbjörgunarbáta. Ég gerði skyndiskoðun í 4 höfnum sl. sumar og fann þá 21 gúmmí-björgunarbát vitlaust tengdan eða gúmmíbátur snéri vitlaus í Losunar- og sjósetningarbúnaði. Þetta gerist þrátt fyrir að Siglingastofnun hafi verið að reyna að gera átak í að lagfæra þetta. Þú ættir að skoða þetta næst þegar þú ferð bryggjurúnt.
Eins og þú veist Jóhann, þá er margt hægt er að gera til að fækka slysum á sjó, vonandi hef ég tíma til að blogga um það hér og þá væri gott að sjómenn kynntu sér þessi mál, og tjáðu sig í blöðum og á blogginu.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.12.2007 kl. 13:01
Heill og sæll Sigmar.
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar sem þú bendir á. að þú skulir finna 21 bát vitlaust tengdan á þínum ferðum um landið er mjög alvarlegt mál að mínu mati. Það virðis vera í gangi vítavert kæruleysi að hálfu allra um borð. Og skoðunarmanna sem eiga að taka á þessum hlutum með að stoppa skipið strax á meðan hlutunum er komið í lag.
Já Sigmar ég ætla að skoða þessa hluti næst þegar ég á leið niður á höfn.
Ég tek undir með þér að sjómenn ættu að kynna sér þessi mál og skrifa um þau. Eins og þú veist manna best þá eru ekki allir á sömu skoðun og við. En sem betur fer hefur þetta lagast enn alltaf má gera betur.
Enn og aftur kæra þakkir til þín fyrir ómetanlegt starf fyrir sjómenn í öryggismálum sjómanna. þú átt heiðursskilið fyrir þitt framtak og þínar athugasemdir.
Kærar þakkir og Gleðilegt ár og þakka þau gömlu.
Megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.12.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.