Breski Togarinn Black Prins strandar 12. janúar 1932 á Eiðinu á Heimaey

  Hvalur&flak (1) Breski Togarinn Black Prince og stórhveli rekið á Eiðinu, ekki veit ég hver tók myndina en vinur minn sendi mér hana í fyrra.

Ellefta janúar 1932 dró til Austanáttar og var um miðjan dag komið stórviðri í Vestmannaeyjum sem hélst fram eftir nóttu. Laust eftir miðnætti þann 12. janúar heyrðist síendurtekið neyðarmerki frá skipi sem lá vestan Eyjanna. Þrátt fyrir veðurofsann héldu tveir bátar úr höfn til hjálpar hinu nauðstadda skipi. Þegar að var komið reyndist þetta vera Breski togarinn Black Prince frá Grimsby  er hafði einkennisstafina CY nr. 218.

Togarinn hafði komið vestan að fullhlaðinn fiski að leita vars vestan Eyja fyrir austan rokinu. Ekki tókst betur til en svo, að togarinn tók  niðri á skeri. Losnaði hann fljótlega af skerinu en laskaðist þannig að framskipið fylltist af sjó. Bátsverjar gátu gefið togaranum merki um að reyna að komast undir Eiðið og leggast í var. Tókst það eftir langan barning og lagðist togarinn þar við festar.

Um morguninn lægði og komu þá tveir Breskir togarar Black Prince til aðstóðar og hugðust draga hann til Hafnar. En þá skeður eitt óhappið en, dráttartaugin slitnaði og bar togaran upp í Eiðið. Skipverjar 13 talsins björguðust í nærstaddan bát. Allar tilraunir til að ná skipinu út báru engan árangur og brimið sá svo um að brjóta skipið niður.  (Texti er að mestu úr Sjómannadagsblaði Vm 1981 Syrpa frá Árna á Eyðum)

Undirritaður kafaði 1972 með  Sigurði Óskarsyni kafara þarna niður og sá þá síðu spil og fl. heillegt úr þessu skipi, eflaust er það enn á sínum stað.

Kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar

Fróðleg umræða sem þú bendir á. Ekki vissi ég að togari hefði strandað á þessum stað og þú hefðir kafað niður að skipinu.

Er skipið á miklu dýpi enn fremur mætti ekki nýta þarna gamla sjóminjar sem væri hægt að setja á sjóminjasafn til fróðleiks fyrir þjóðina þætti vænt um að fá upplýsingar um þetta. Þessi pistill er mjög áhugaverður og vert að skoða betur.

Með bestu kveðju til suðurhafeyja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 28.12.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, góð grein hjá þér, veistu meira um skipströnd á Heimaey, til dæmis í niðri hafnargarðinum, það var síðutogari er það ekki? Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Simmi 

Sendi þér að gamni uppl sem ég hef um "Black Prince"

Record Number

1289Resource Identifierflod25052006017Vessel NameBlack PrinceFishing NumberGY218Type of VesselSTYear Constructed1930Constructed BySmith's Dock Co LtdConstructed AtMiddlesbroughGross Tons367Length141.7 ftBeam25.5 ftDepth13.6 ftDate Sunk12/05/1932Place SunkWestmann Isles, IcelandGeneral Notes Vessel stranded on the Westmann Isles.

Ólafur Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Eitt hvað fór ég nú klaufalega að þessu,en ég vona að þú getir lesið úr þessu

Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 16:28

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Black Prince GY 218Item Details Record Number 1289 Resource Identifier flod25052006017 Vessel Name Black Prince Fishing Number GY218 Type of Vessel ST Year Constructed 1930 Constructed By Smith's Dock Co Ltd Constructed At Middlesbrough Gross Tons 367 Length 141.7 ft Beam 25.5 ft Depth 13.6 ft Date Sunk 12/05/1932 Place Sunk Westmann Isles, Iceland  General Notes

Vessel stranded on the Westmann Isles.

Ólafur Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 17:00

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Hewilir og sælir kæru bloggfélagar. Jóhann skipið er ekki á miklu dýpi það er rétt út af Eyðinu en ég held að það sé nú ekki miklar líkur né ástaæða til að ná einhverju af því til að sýna það, nema þá að taka af þessu myndir og hafa þær aðgengilegar. Sigurður Óskarsson kafari hífði upp með krana úr flakinu stóra koparhlunka úr spilunum og kom þeim á land, en þeim var svo seinna stolið og sennilega komið í verð.

Helgi það hafa strandað nkkrir togarar við Eyjar þar á meðal strandaði 3. mars 1946 togarinn Star of the East frá Aberdeen hann var 218 brl. að staærð og strandaði í Klaufini eftir að hafa steitt á skeri á Víkinn norðan Stórhöfða. Skipverjar björguðust allir um borð í annan enskan togara, en voru síðan teknir um borð í varðbátinn Óðinn sem flutti þá til Eyja. Strand þetta þótti óvenjulegt því veður var ekki slæmt þegar þetta gerðist. Ég held að spilið sem er eða var alltaf í fjöruni suður í Klauf sé úr honum, er samt ekki viss. Síðan strandaði togarinn Marie Jose Rosetti árið 1961. Svo muna allir eftir Pelagusslysinu 1982.

Ólafur þakka þér fyir þessar upplýsingar, hvar nærðu í þessar upplýsingar um skipið?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Togarinn Marie Jose Rosetti  strandaði á norður hafnagarðinum og skemmdi hann töluvert.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.12.2007 kl. 19:44

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Takk fyrir Sigmar.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.12.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband