Jólastjarnan eftir Sigurð Óskarsson trésmið og kafara með meiru

 

Sigurður Óskarsson trésmiður kafari báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski nú fyrir Jólin, diskurinn heitir   Jól með Óskari og Laugu. Mjög góður diskur sem ég mæli eindregið með.

Þessi texti á að mínu viti vel við þessa dagana.

Jólastjarnan

Nú jólaljósin ljóma í kvöld,

svo lítil björt og tær.

Þau minna á jólastjörnuna,

sem sífelt ljómar skær.

 

Húnboðaði komu frelsarans,

Sem lýsir skært vorn heim.

Við hlíta eigum orðum hans

Og helga oss megum þeim.

 

Því undirstaða hamingju

Er sífelda kenning hans.

Við skulum gleðjast saman í kvöld,

Yfir komu frelsarans.

 

Um trúna sem er oss æðsta hnoss

við skulum standa vörð.

Og efla frið og hamingju

á meðal manna á jörð.

 

Eftir Sigurð Óskarsson

Ég óska öllum vinum mínum og þeim sem heimsækja bloggið mitt

Gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, takk fyrir liðið ár

 

Vefji þig á vinar armi

vonarinnar bjarta sól

bægi frá þér böli og harmi

blessun Guðs um heilög jól.

Eftir Guðrúnu Jóhannsdóttir

Kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður Simmi..Vorum á föstudagskvöldið á jólatónleikum í gömlu höllinni,með Óskari Sig og Laugu ásamt fjölda annara tónlistarmanna..Þetta var hlýtt og notalegt kvöld ,fyrir fullu húsi..Aðrir tónleikar voru síðan í gær kl 1600,og gat ég ekki betur séð en að aðsóknin hafi verið góð þá líka.Það er frábært , hvað við eigum mikið af góðu tónlistarfólki á heimavigstöðvunum..Kíki reglulega til þín á bloggið,til fróðleiks og skemmtunnar..Óska þér og fjölskyldunni gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs..

Sigurður Þór Ögmundsson.

Sigurður Þór Ögmundsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gif santa claus Images

Gleðileg jól og

farsælt komandi ár

Kær kveðja

Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Sigmar, það er rétt hjá Sigurði Þór að tónleikarnir voru frábærir, við hjónin vorum þar líka og ég er sammála Sigurði með það að tónlistafólk hér í Eyjum er virkilega gott á sínu sviði, okkur þótti svaka gaman. Kær kveðja frá Eyjunni fögru.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.12.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góðir textar Simmi.

Óska þér og þínum Gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.12.2007 kl. 14:42

5 identicon

Blessaður Simmi  'Oska þér og þinum gleðilegra jóla og farsælt nytt ár takk fyrir allt gamalt og gott kveðja úr eyjum  Helgi Lása

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 11:53

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Kæri vinur Gleðileg jól megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni.

Jólakveðja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.12.2007 kl. 13:16

8 identicon

Gleðileg Jól kæri vinur

Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband