Gamlar myndir frá Sjómannadeginum í Vestmannaeyjum

sjómannadagur beitningSjómannadagur Ingvar á brettiSjómannadagur stakkasund      

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum á árum áður, Þarna er beitningarkeppni og mennsem eru komnir vel á miðja aldur kannast örugglega við marga á myndini. Á miðmynd er Ingvar Gunnlaugsson á Brettinu, þetta þótti flott sýningaratriði. Og svo er það stakkasundið . Allt er þetta við trébrygguna í Friðarhöfn. Takið eftir öllu fólkinu á bryggjuni, það voru bókstaflega allir bæjarbúar sem tóku þátt í hátíðarhöldunum á sjómannadaginn. Myndirnar tók Friðrik Jesson íþróttakennari og dýravinur, mikill heiðursmaður.

kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigmar.  Satt segir þú, það var ekki þverfóta fyrir fólki sem sótti niður að höfn hérna áður fyrr á Sjómannadaginn. Mikil breyting orðið miðað við það sem gerist í dag. En þetta virðist þróunin hjá yngri kynslóðinni, sem hefur takmarkaðan áhuga á því sem snýr að sjómennsku í dag, því miður. En þetta eru fínar myndir og gaman að skoða þær og áhugi þinn fyrir Eyjunum með birtingu á myndum og greinum, sýna að hugur og hjarta eru í Eyjum og er þér til mikils sóma.

Þorkell Sigurjónsson, 23.11.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gamlar myndir eru þjóðardýrgripir. Þð Eyjamenn áttuð meistarann Friðrik Jesson og síðan Sigurgeir. Þetta voru ómetanlegir vörslumenn ykkar sérstæðu menningarsögu. 

Árni Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 18:57

3 identicon

Sæll Simmi    Fottar myndir fanstu ekki fleyriúr lautinni  kveðja til ykkar beggja frá okkur báðum   Helgi Lása

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þakka ykkur innlitið strákar, Já Þorkell  einu sinni Eyjamaður alltaf Eyjamaður og ég er mikið stoltur af því haha. Það er nú einu sinni þannig að einhvernveginn er maður alltaf með hugann út í Eyjum og ég held að ég sé ekki einn um það. Þannig erum við flestallir Eyjamenn og konur. Mér er sagt að Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum sé á uppleið og það er ég ánægður með.

Já Árni það er gaman að skoða þessar gömlu myndir og rifja upp liðna tíð, bæði Friðrik og Sigurgeir hafa tekið mikið af góðum myndum sem verða varðveittar, og ekki má gleima Guðmundi Sigfússyni sem tekið hefur mikið af góðum myndum.

Helgi ég er að leia að myndum frá lautarlífinu, ég átti að eiga myndir þaðan, set þær á bloggið mitt ef ég finn þær. Bið að heilsa ykkur hjónum.

kær kveðja

Sigmar Þór

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.11.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband