Gert klárt fyrir minningarathöfn á Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum gosárið 1973

Gert klárt fyrir Sjómannadaginn 1973  Gert klárt fyrir Minningarathöfn. Mig minnir að Jóhannes Kristinsson hafi átt hugmyndina að því að fara til Eyja og halda þessa minningarathöfn. Hann var mikill áhugamaður um Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Myndina tók Guðmundur Sigfússon

Af eðligegum orsökum voru ekki haldin hefðbundin hátíðarhöld á  Sjómannadaginn gosárið 1973, enda eldgosið í gangi og aska og vikur lág yfir öllum bænum. Að tilhlutan Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja var vikur hreinsaður frá minnisvarða drukknaðra og hrapaðra svo hægt væri að leggja blómsveig að minnisvarðanum eins og venja hafði verið í tugi ára. Einar Gíslason flutti ritningar og minningarorð. Síðan söng ung stúlga með undirleik á gítar. Þetta var látlaus en tilkomumikil athöfn í góðu veðri.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú ekki ólíklegt að Jói Kristins hafi átt svona hugmynd. Bæði þessi mikli og einlægi Eyjamaður og sérlegur áhugamaður um framgang sjómannadagsins. Blessaður kallinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.11.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Takk fyrir innlitið Hafsteinn já Jói var góður og gerði margt gott þegar hann var í Sjómannadagsráði Vm. Hann fór allt of fljótt eins og svo margir aðrir góðir menn.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.11.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband