Forðum var verandi á vertíð í Eyjunum víst er það svona enn.

Einu sinni var

Einu sinni var ? Þarna er nog af þorski og takið eftir að ekki er einn bátur í höfn allir á sjó, skemmtileg mynd sem ég held að Sigurgeir hinn eini og sanni hafi tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Sigmar, því miður er þetta liðinn tíð og með þessu kvótakerfi þá á ég ekki von á að svona vertíðar sjáist aftur. Kær kveðja í bili.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 21:12

2 identicon

Sæll Sigmar.

Ég var að rekast inn á þessa síðu hjá þér. Mjög skemmtileg síða, flottar gamlar myndir og skemmtilegar sögur. Ég veit að þú átt margar skemmtilegar sögur frá því við vorum á "gamla" Herjólfi og frá þínum sjómannsferli, endilega komdu með fleiri sögur.

Kveðja. Pétur Steingríms.

Pétur Steingrímsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Það er rétt hjá Helga þessir tímar koma ekki aftur. Nú eru aðrir tímar og betur farið með allt. Mesta óréttlætið það er kvótakerfið sem fáir kvótakóngar eiga. Því verður að breyta. Myndin er góð og segir sína sögu.

Kærar kveðjur til Suðurhafseyja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Pétur heldur þú að Sigmar muni eftir því hvað ég var sjóveikur um borð í gamla Herjólfi, það man ég. Já Jóhann Páll það er rétt hjá þér að nýting á sjávarafla er mun betri í fæstum tilfellum, tökum dæmi: ég er á 128 tonna togbát sem landar á frjálsan markað og viti menn snilldar útspil ríkistjórnar virkar þannig að mér var sagt að hirða í aðgerðinni stærsta þorskinn en alla ýsu nema kannski kræðuna, svona er þetta víða á bátum með svipaða kvótastöðu og útgerðin sem ég ræ hjá, og eru nú margir með minni kvóta Guð hjálpi okkur sem ætlum að lifa á fiskveiðum í nánustu framtíð. Jæja Jóhann, ég sendi ykkur kærar kveðjur úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.11.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vinnubrögðin voru ekki alltaf til fyrirmyndar, en á þessum tímum var engin flótti frá eyjum. kv.

Georg Eiður Arnarson, 18.11.2007 kl. 07:40

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir allir saman, takk fyrir innlitið og athugasemdir. Ég man eftir mörgum góðum sögum af Herjófi og einhverjar er ég búinn að skrá á blað eins og þessa sem ég er búinn að setja hér á bloggið, ég set kannski fleiri á bloggið mitt, en eins og þið vitið sem voruð á Herjólfi þá er ekki allt hægt að setja á prent. Ég veit ekki hvort það er alveg rétt að betur sé farið með allt allavega er það ekki gott mál að það sé verið að henda fiski vegna þess að menneiga ekki kvóta af þeirri tegund sem hent er. En það er rétt ábending hjá Georg að vinnubrögðin voru ekki alltaf til fyrirmyndar og í dag væri sennilega ekki leyft að setja fisk út undir beran himin út á götu, eða út í hraun eins og gert var við loðnuna.

En strákar það er samt alltaf gaman að láta hugann flögra aftur í tíman og hugsa um hvað þetta umhverfi okkar hefur breyst á frekar stuttum tíma.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.11.2007 kl. 18:31

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigmar, ennþá er ég á ferð.  Þegar ég sé allan fiskinn á Fiskiðjuplaninu rifjast upp fyrir mér, þegar við í Gagganum fengum frí í skólanum yfir páskana til að vinna í fiski. Þó ég væri ungur man ég eftir að ég var niður í Hraðfrystistöð að vinna um páska og langt liðið á nóttina.  Á planið við austur dyrnar var smá steypt svæði, en það var orðið yfirfullt af stórum og fallegum þorski, óslægðum.  Svo mikið barst af fiski þessa nótt að honum var sturtað niður á malarplanið sem tók við af því steypta. Man vel hvað mér þótti þetta sorgleg sjón, rígþorskur feitur og pattaralegur liggjandi í mölinni. En svona var þetta í þá daga, menn voru meira fyrir magnið en gæðin.

Þorkell Sigurjónsson, 18.11.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband