15.11.2007 | 23:38
Horft á fótbolta, þetta eru myndir settar inn fyrir fótboltaáhugamenn
Mér er sagt að á myndinni sé Lára á Kirkjulandi að horfa á fótbolta á Hásteinsvelli, skemmtilegur bíll sem hún stendur við. Ef einhver þekkir bílinn væri gaman að fá upplýsingar um hann. Myndirnar eru gamlar og því ekki skírar, en samt gaman að skoða þær.
kær kveðja: SÞS
Athugasemdir
Þetta eru skemmtilegar myndir. Man sjálfur eftir frjáls íþróttamóti sem fjöldi drengja tók þítt í á vellinum. Minnir að Friðrik Jesson hafi stýrt því. Ég var ekki gamall líklega níu ára og man eftir að ég varpaði fullorðinskúlu einn metir og þá var mikið hlegið. Haukur á Reykjum var meðal þátttakenda og hann var heppin að drepa engan eða stórslasa, því þegar hann varpaði kúlunni fór hún yfir hausa áhorfenda sem stóðu sitt hvoru megi við varpbrautina. Fótboltaleiki sá ég milli Týs og Þórs og einu sinni eftir leik við Reynir í Sandgerði. - Sjálfur á ég sextíu ára mynd af mér standandi við bílinn hans pabba. Set hana kannski fljótlega inn á bloggið. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 18.11.2007 kl. 18:59
Svolítið meira af fótbolta á Hásteinsvelli. Ég lék á Hásteinsvelli með mínu liði, sem var Vísir, en á þessum árum, þegar ég var á aldrinum ellefu ára ( 1953-4) var mikil gróska í peyjaliðum í Eyjum, Vísir, Valur, Víkingar og fleiri. Mynd á ég tekna á barnaskólavelli sem Siggi Reim tók af Vísismönnum og gerði ég mér það til gamans fyrr á árinu, að senda eitt stykki til þeirra sem á lífi eru. Kannski set ég hana einnig á bloggið einhvern daginn. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 18.11.2007 kl. 19:28
Heill og sæll Þorkell þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar um gamla tíma, það er gaman að lesa þetta, ekki hvað síst þegar maður þekkir þá menn sem um er fjallað. Endilega settu inn á bloggið þitt þessar gömlu myndir. Ég var sjálfur ekki mikið í fótboltanum, var meira niður á bryggjum og niður á öllu hafnarsvæðinu. En ég man eftir þessu nafni Vísir á fótboltafélagil.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.11.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.