11.11.2007 | 21:14
Litir í EPSON prentara langódýrastir í Elko
Hvað kostar litir í litaprentara þinn.
Í dag fór ég og keypti mér liti í litaprentaran minn, sem er nú ekki í frásögu færandi og þó, það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum hvað þessir litir eru á miklu okurverði, en verðið er misjafnt í verslunum.
Ég fór niður í Elko og ætlaði að kaupa litina þar, en það eru 6 hylki í mínum Epson prentara.
Í Elko kostaði hvert hylki 1695 krónur X 6 eða 10,170 kr. Þetta fannst mér dýrt og ákvað að fara upp í Smáralind og athuga verðið þar, athuga hvort hægt væri að fá þessa liti ódýrari þar.
Fyrst fór ég i verslunina Office 1. þar kostuðu samskonar litir 1790 kr. hvert hylki eða 10,740 kr. 6 hylki.
Næst fór ég í Pennann sem var svo til við hliðina á Office 1. og þar kostaði hvert hylki 1900 kr. eða 11.400 kr. 6 hylki.
Þar við hliðina er verslunin BT, þar kostaði hvert hylki 1995 kr. eða 11970 kr 6.hylki það var langdýrasta búðin.
Það munaði því 1800 kr á að kaupa lithylki í prentaran í Elko eða í dýrustu búðinni sem er BT.
Ég fór því snarlega í Elko og keypti litina þar og sparaði mér 1800 kr. við eigum að versla þar sem er ódýrast . Ágætu bloggarar við getum verið með verðkannanir hér með því að segja frá því hvar við fáum vöruna ódýrasta og þannig haldið á lofti þeim verslunum sem eru með ódýrasta vöru sem í þessu tilfelli var ELKO í Smáratorgi.
með kveðju
Athugasemdir
Heill og sæll Sigmar.
Tek undir með þér að fara í ELKO í Samáralind hef verslað þar áður mér fannst gott verð þar á hlutunum.
Ég tek undir með þér við þurfum að vera meira á verði hvað hlutirnir kosta flott hjá þér að láta okkur vita.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.11.2007 kl. 22:05
Þakka þér Jóhann, já við bloggarar getum verið með verðlagseftirlit ef við erum dugleg að blogga um reynslu okkar af verðlagi í þeim verslunum sem við verslum í.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 22:11
Góð og virkilega þörf hugmynd Sigmar, ég fer bara svo allt of lítið í búðir, það er helst eitthvað svona eða BYKO - Húsasmiðjan eða eitthvað slíkt, en ef ég rekst á eitthvað á þessum vettvangi þá set ég það inn, að þinni fyrirmynd....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 22:56
Heill og sæll Hafstein, já það væri gott að geta gert bloggið að verðlagseftirliti.
Það er nú ekki vanþörf á að fylgjast með verðlagi í Býkó og Húsasmiðjuni, er ekki t.d. merkilegt að stóru byggingarfyrirtækin fá 40% til 50 % afslátt af öllu því sem þau versla en við þurfum að borga fullt verð, eða ef við erum með afsláttarkort þá fáum við 10% afslátt í Býkó.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 23:47
Heill og sæll Sigmar.
Ég mun fara eftir þínum ábendingum næst þegar ég á leið og mun skrifa þetta niður. Góð ábending.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2007 kl. 00:02
Sigmar, þá er kannski vert að velta fyrir sér, ef hægt er að veita 40%-50% afslátt, hvað segir það okkur um verðlagninguna? Svo er annað að BYKO á ELKO, þeir hjá ELKO segjast vera með svokallaða "verðvernd", sem virkar ekki alltaf. Ég verslaði ísskáp í ELKO og þar kostaði hann 49.900 kr. svo daginn eftir átti ég leið í Bræðurna Ormsson og þar kostaði samskonar ísskápur 42.900 kr. Ég fékk staðfestingu á þessu og fór í ELKO með staðfestinguna, þar varð mikið uppistand en útkoman varð sú að þetta verð sem var í Bræðrunum Ormsson væri einum degi yngra en það verð sem ég hafði greitt fyrir ísskápinn í ELKO og útkoman var sú að "verðverndin" ætti ekki við í þessu tilfelli.
Jóhann Elíasson, 12.11.2007 kl. 10:47
Jóhann þetta er gott dæmi um vinnubrögðin sem viðhöfð eru hjá þessum fyrirtækjum, þess vegna er gott að blogga um þetta og láta vita að það sé lítið að marka í þessu tilfelli svokallaða verðvernd.
takk fyrir þessa athugasemd
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.11.2007 kl. 11:51
Sæll Simmi
Þá er kannski vert að benda á eitt en hér á Spáni kostar 6 hylki í Epson einungis 40 Evrur!! eða um 3500 kall en samt misjafnt eftir því hvaða Epson týpu er verið að tala um.
Kveðja frá Spáni
Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:47
Heill og sæll Halldór ,þakka þér fyrir þetta innlit og þessar upplýsingar, Þetta er ótrúlegur munur á verði. Einn maður hafði samband við mig í gær og sagðist aldrei kaupa liti í prentarann sinn á Íslandi, hann fengi þá á helmingi lægra verði erlendis, þessar upplýingar þínar koma heim og saman við það.
Er þú ekki Halldór Guðbjörnsson ?
Kær kveðja úr Kopavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.11.2007 kl. 19:30
Sæll aftur Simmi nei ekki alveg sá Halldór heldur er ég Halldór Gunnarsson bróðir Helga Þórs Gunnarssonar sem ég sé að er bloggvinur þinn.
kv.Halldór
Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:46
Heill og sæll Halldór það er gaman að heyra í þér, hvar ert þú á Spáni Halldór.
Ég hafði gaman af því að fá viðbrögð frá Spáni, hef aldrei fengið athugasemd erlendis frá. Þakka þér kærlega innlitið og hafðu það gott í sólinni.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.11.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.