Litir í EPSON prentara langódýrastir í Elko

 

Hvað kostar litir í litaprentara þinn.

Í dag fór ég og keypti mér liti í litaprentaran minn, sem er nú ekki í frásögu færandi og þó, það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum hvað þessir litir eru á miklu okurverði, en verðið er misjafnt í verslunum.

Ég fór niður í Elko og ætlaði að kaupa litina þar, en það eru 6 hylki í mínum Epson  prentara.

Í Elko kostaði hvert hylki 1695 krónur X 6 eða 10,170 kr. Þetta fannst mér dýrt og ákvað að fara upp í Smáralind og athuga verðið þar, athuga hvort hægt væri að fá þessa liti ódýrari þar.

Fyrst fór ég i verslunina Office 1. þar kostuðu samskonar litir 1790 kr. hvert hylki eða 10,740 kr. 6 hylki.

Næst fór ég í Pennann  sem var svo til við hliðina á Office 1. og þar kostaði hvert hylki 1900 kr. eða 11.400 kr. 6 hylki.

Þar við hliðina er verslunin BT, þar kostaði hvert hylki 1995 kr. eða 11970 kr 6.hylki það var langdýrasta búðin.

Það munaði því 1800 kr á að kaupa lithylki í prentaran í Elko eða í dýrustu búðinni sem er BT.

Ég fór því snarlega í Elko og keypti litina þar og sparaði mér 1800 kr. við eigum að versla þar sem er ódýrast . Ágætu bloggarar við getum verið með verðkannanir hér með því að segja frá því hvar við fáum vöruna ódýrasta og þannig haldið á lofti þeim verslunum sem eru með ódýrasta vöru sem í þessu tilfelli var ELKO í Smáratorgi.

með kveðju

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Tek undir með þér að fara í ELKO í Samáralind hef verslað þar áður mér fannst gott verð þar á hlutunum.

Ég tek undir með þér við þurfum að vera meira á verði hvað hlutirnir kosta flott hjá þér að láta okkur vita.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.11.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þakka þér Jóhann, já við bloggarar getum verið með verðlagseftirlit ef við erum dugleg að blogga um reynslu okkar af verðlagi í þeim verslunum sem við verslum í.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góð og virkilega þörf hugmynd Sigmar, ég fer bara svo allt of lítið í búðir, það er helst eitthvað svona eða BYKO - Húsasmiðjan eða eitthvað slíkt, en ef ég rekst á eitthvað á þessum vettvangi þá set ég það inn, að þinni fyrirmynd....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hafstein, já það væri gott að geta gert bloggið að verðlagseftirliti.

Það er nú ekki vanþörf á að fylgjast með verðlagi í Býkó og Húsasmiðjuni, er ekki t.d. merkilegt að stóru byggingarfyrirtækin fá 40% til 50 % afslátt af öllu  því sem þau versla en við þurfum að borga fullt verð, eða ef við erum með afsláttarkort þá fáum við 10% afslátt í Býkó.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Ég mun fara eftir þínum ábendingum næst þegar ég á leið og mun skrifa þetta niður. Góð ábending.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigmar, þá er kannski vert að velta fyrir sér, ef hægt er að veita 40%-50% afslátt, hvað segir það okkur um verðlagninguna? Svo er annað að BYKO á ELKO, þeir hjá ELKO segjast vera með svokallaða "verðvernd", sem virkar ekki alltaf.  Ég verslaði ísskáp í ELKO og þar kostaði hann 49.900 kr. svo daginn eftir átti ég leið í Bræðurna Ormsson og þar kostaði samskonar ísskápur 42.900 kr.  Ég fékk staðfestingu á þessu og fór í ELKO með staðfestinguna, þar varð mikið uppistand en útkoman varð sú að þetta verð sem var í Bræðrunum Ormsson væri einum degi yngra en það verð sem ég hafði greitt fyrir ísskápinn í ELKO og útkoman var sú að "verðverndin" ætti ekki við  í þessu tilfelli.

Jóhann Elíasson, 12.11.2007 kl. 10:47

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Jóhann þetta er gott dæmi um vinnubrögðin sem viðhöfð eru hjá þessum fyrirtækjum, þess vegna er gott að blogga um þetta og láta vita að það sé lítið að marka í þessu tilfelli svokallaða verðvernd.

takk fyrir þessa athugasemd

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.11.2007 kl. 11:51

8 identicon

Sæll Simmi

Þá er kannski vert að benda á eitt en hér á Spáni kostar 6 hylki í Epson einungis 40 Evrur!! eða um 3500 kall en samt misjafnt eftir því hvaða Epson týpu er verið að tala um.

Kveðja frá Spáni

Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:47

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór ,þakka þér fyrir þetta innlit og þessar upplýsingar, Þetta er ótrúlegur munur á verði. Einn maður hafði samband við mig í gær og sagðist aldrei kaupa liti í prentarann sinn á Íslandi, hann fengi þá á helmingi lægra verði erlendis, þessar upplýingar þínar koma heim og saman við það.

Er þú ekki Halldór Guðbjörnsson ?

Kær kveðja úr Kopavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.11.2007 kl. 19:30

10 identicon

Sæll aftur Simmi nei ekki alveg sá Halldór heldur er ég Halldór Gunnarsson bróðir Helga Þórs Gunnarssonar sem ég sé að er bloggvinur þinn.

kv.Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór það er gaman að heyra í þér, hvar ert þú á Spáni Halldór.

Ég hafði gaman af því að fá viðbrögð frá Spáni, hef aldrei fengið athugasemd erlendis frá. Þakka þér kærlega innlitið og hafðu það gott í sólinni.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.11.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband