11.11.2007 | 17:08
Fyrir nokkrum árum var mikil umræða um eiturefnið FLÚOR
Fyrir nokkuð mörgum árum var mikil umræða hér á landi um eiturefnið fúor, margir sprenglærðir tannlæknar skrifuð greinar um þetta eitur og vildu fara að blanda fluor í drykkjarvatn okkar íslendinga og átti þar að byrja á að eitra drykkjarvatn Vestmannaeyinga. Sem betur fer voru hugsandi menn við völd í Vestmannaeyjum sem vildu ekki samþykkja þennan gjörning, og svo var einnig annarstaðar á landinu. Var þeim tannlæknum úr Reykjavík sem börðust fyrir þessu bent á að þeir gætu eitrað vatn Reykvíkinga ef þeir hefðu svo mikla tú á þessu, það þorðu þeir ekki.
Mikið var lagt upp úr því í aulýsingum á tannkremi að það innihéldi FLÚOR og væri því bráðholt fyrir tennurnar. Þetta gekk svo langt að börn voru látin taka inn flúortöflur til að koma í veg fyrir tannskemmdir.
En af hverju er ég að minnast á þetta núna, jú ég heyrði um daginn sögu af barni sem búið var að vera meira og minna veikt í nokkur ár eða frá því það byrjaði að taka tennur. Það var búið að ganga með það milli lækna en ekkert fannst sem gæti skýrt veikindi þess.
Það var svo einhver læknir sem spurði móðir barnsinns hvort barnið notaði tannkrem sem væri flúor bætt ? Já svaraði móðirin það notum við og honum þikir tannkremið svo gott að hann notar mikið af því. Henni var ráðlagt að nota ekki tannkrem með flúor heldur flúor frítt. Það gerði hún og barnið læknaðist á nokkrum mánuðum.
Það er í raun furðulegt að enn sé verið að Flúorpennsla tennur í börnum með þessu eitri, þar sem alltaf er að koma betur og betur í ljós að þetta eitur er bráðdrepandi og heilsuspillandi.
Hefur fólk tekið eftir því að hætt er að auglýsa tannkrem með flúor?, og ef þið skoðið tannkremstúpur þá er sjaldan tekið fram að í því sé flúor, og ef það inniheldur flúor er það skrifað með mjög litlum stöfum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að alltaf eru fleiri og fleiri rannsóknir að sýna að þetta FLÚOR er baneitrað efni sem á ekkert erindi í menn eða skepnur.
Nokkrar staðreyndir um flúr:
Flúor er eitthvað það mesta eitur sem til er og var áður eingöngu notað til að útríma Rottum og músum.
Flúor safnast hægt og hægt upp í líkamanum og getur valdið eituráhrifum á líkaman.
Flúorsblöndun vatns er bönnuð í flestum löndum hér í kringum okkur.
Kær kveðja
Athugasemdir
Einn tannlæknir, sem ég þekki vel til, hefur alla tíð neitað að flúorbera tennur og hefur alla tíð verið mikið á móti þessum flúortöflum. Lengi vel var hann talinn "sérvitringur" en almenningsálitið hefur óðum verið að breytast.
Jóhann Elíasson, 11.11.2007 kl. 20:28
Það er gaman að heyra þetta jóhann, sjálfur hef ég barist á móti þessu eitri.
Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar síðustu ár sanna að það er beinlínis hættulegt fyrir menn að setja þetta ofaní sig, enda eru ekki margir eftir sem mæla með þessu eitri.
þakka þér innlitið jóhann
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.