Eigum við sanna vini ?

 

KÆRU VINIR

Ég veit ekki hver er höfundur af þessari fallegu vísu

En hún vekur mann til umhugsunar um vinina alla sem

Við eigum og hvað við þurfum að vera meðvituð um það

hvað lífið er ekki alltaf eins og við viljum hafa það.

 

Vinurinn

Í grenndinni veit ég um vin sem ég á,

Í víðáttu stórborgarinnar.

En dagarnir æða mér óðfluga frá

Og árin án vitundar minnar.

 

Og yfir til vinarins aldrei ég fer,

Enda í kappi við tímann.

Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,

Því viðtöl við áttum í símann.

 

En yngri vorum við vinirnir þá,

Af vinnuni þreyttir nú erum.

Hégómans takmarki hugðumst við ná,

Og hóflausan lífróður rérum.

 

"Ég hringi á morgun" ég hugsaði þá,

" Svo hug minn fái hann skilið",

En morgundagurinn endaði  á

að ennþá jókst milli okkar bilið.

 

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,

að dáinn sé vinurinn kæri.

Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,

Að í grenndinni ennþá hann væri.

 

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,

Gleymd ekki hvað sem á dynur,

Að albesta sending af himnunum send,

er sannur og einlægur vinur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleymum við að "rækta" vináttuna í erli dagsins? Sigmundur, enn einu sinni minnir þú okkur á, á þinn dásamlega hátt, að það er fleira sem gefur lífinu gildi en veraldleg gæði.  Hafðu bestu þakkir fyrir.  Kvæðið er virkilega fallegt.

Jóhann Elíasson, 3.11.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Sigmar átti þetta að vera.

Jóhann Elíasson, 3.11.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann takk fyrir þessa athugasemd. Já ég held að við gerum of lítið af því að rækta vináttuna við þá sem okkur þykir vænt um. Alla vega hefði ég sjálfur oft viljað hafa haft meira og betra samband við þá vini mína sem nú eru hættir að vera til. Þetta held ég að margir upplifi þegar þeir missa vini og ættingja.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.11.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband