Bakkafjara

100_3401 

Bakkafjara, á milli Markafljóts og dæluskúrs sem sést  á myndinni verður hugsanlega Bakkafjöruhöfn, þarna er nú blíða og sléttur sjór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Finnst þér Sigmar, sem ert kunnáttumaður í ferjusiglingum, vit í þessu Bakkafjörumáli ? Svona ef þú berð það saman við að fá alvöru gangmikið skip til siglinga til Þorlákshafnar, í fúlustu alvöru....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hafsteinn, ég er á þeirri skoðun að hægt sé að gera góða höfn í Bakkafjöru og þá skoðun byggi ég á því að ég keyrði líkanið af þessari höfn þegar þær tilraunir voru gerðar í Siglingastofnun. 'Eg verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á þessu fyrst, en ef marka má þessar líkantilraunir, þá komu þær vel út og þess vegna trúi ég að þetta sé hægt. Ég hef keyrt 7 hafnarlíkön á síðustu 8 árum og öll hafa þau reynst koma vel út og staðist væntingar, ég held því að þeir menn sem eru að hanna þessar hafnir viti hvað þeir eru að gera.

Bakkafjara er svolítið sérstök að því leiti að þar fyrir utan er þetta sandrif sem margir sjómenn eru hræddir við. Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr þeirra reynslu eða þeirra skoðunum, sjálfur hef ég aldrei siglt inn fyrir þessi rif og þekki það því ekki að eigin raun, en það á eftir að koma í ljós ef höfnin verður byggð hvort hún verður meira ófær en vísindamennirnir segja.

Það sem ég er mest hræddur við er að það verði sett þarna skip á milli sem ekki stendur undir væntingum eyjamanna og einhver ræður yfir sem hugsar fyrst og síðast um eigin hag, en ekki um þarfir eyjamanna. Skip sem er of lítið og hefur ekki klefa og þá þjónustu sem til þarf, t.d. til að sigla til Þorlákshafnar ef ófært er til Bakkafjöru. Við sem höfum siglt á skipum um suðurströndina vitum að það verður ekki alltaf hægt að fara upp í Bakkafjöru á 30 mín.

Hitt er svo annað mál hvort meira vit er í því að fá annað stærra og fullkomnara skip til að sigla til Þorlákshafnar, Það er mál sem vestmannaeyingar verða sjálfir að gera upp við sig. Það færi líka mikið eftir því hvernig og hvað fullkomið skip væri fengið í þær ferðir. Ég talaði við skipstjóra Herjólfs um þessi mál og hann sagði við mig að það væri ekki  vit í því að fá mikið stærra skip þarna á milli, hann vildi meina að 10 til 15 metra lengra skip en Herjólfur muni ganga en ekki mikið lengra.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2007 kl. 22:01

3 identicon

Sæll Simmi þú segir bara allt sem segja þarf láttu meira í þér heyra kveðja í Kópavoginn

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Þeir skipstjórnarmenn sem ég hef haft samband við telja bakkafjöru vera hættulega og ekkert vit að búa þar til höfn. Fór ekki öflugasti dráttarbátur ykkar Vestmanneyjum nær því á hliðina í þessum prófunum sínum sem hann gerði á bakkafjöru.

Það sem ég tek undir með þér þið þurfið nýjan Herjólf strax og hann verði stærri og öflugri þá er átt við stæri vél og búinn til þess að sigla á úthafinu. Með því væri hægt að auka ferðir skipsins og síðan mætti jafnvel sigla kringum eyjarnar með fólk á kvöldin yfir sumartímann og bjóða upp á mat og veitingar um borð til að nýta skipið og standa undir rekstri. Nýjan Herjólf strax og hann sigli á Þorlákshöfn.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband