Hugleiðing eftir Ágúst Sæmundsson

 

Hugleiðing

Ég er gamall og lúinn og geng ekki hratt

Og get ekki fylgt hinum yngri.

Víst er það dauflegt ég segi það satt,

Að sjá hvernig ellin hún gerir allt bratt

Og verkamannsviðbrögðin þyngri

 

Já oft virðist brekkan sú brött og svo há

Og bjartsýnin næstum að þrjóta.

Gangan svo erfið og getan svo smá

Að gangmóðan langar að sneiða þar hjá

Hvíldar og næðis njóta.

 

En áfram skal þramma um ævinar stig

Og ánægður lífinu taka.

Oft hefur lánið þar leikið við mig

Og ljúfsælu stundirnar minna á sig

Á leiðinni ef lít ég til baka.

 

Eftir Ágúst Sæmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góð hugleiðing hjá Ágústi. Það er nú ekki orðið svona framorðið hjá okkur Sigmar en andskoti líður tíminn hratt þessi árin, það er alltaf verið að setja upp jólaskraut. Það fer að hætta að taka því að setja það í kassana....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Mikið er þetta góð hugleiðing um lífið hvernig það þróast. Þetta kom mér til að hugsa um mig sjálfan ekki eins léttur og snöggur til verka eins og áður. Það er nú góður kostur fyrir þá sem eldast geta miðlað því besta til unga fólksins. Það er góður kostur hjá okkur sem eru eldri. Frábært Sigmar.

Jóhann Páll Símonarson, 2.11.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi ljóðatexti Ágústar Sæmundssonar er hrein snilld.  Takk fyrir að birta okkur þetta Sigmar.

Sævar Helgason, 2.11.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Hafsteinn og Jóhann,  nei satt er það að manni finnst ekki vera orðið svo framorðið, en ég er sammála þér að tíminn líður ótrúlega hratt, og þetta virðist líða hraðar eftir því sem maður eldist meira. Já þetta er góð hugleiðing og gaman að lesa þetta,. þeir menn eru övundsverðir sem geta stt svona hugleiðingar fram í bundnu máli. Að mínu viti mætti gera meira af því að birta vísur og ljóð eftir alþíðufólk sem gera oft mjög góðar vísur og ljóð.

þakka ykkur fyrir ykkar athugasemdit

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2007 kl. 16:41

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sævar já hann er góður, þakka þér innlitið

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband