Hættuvitar ljóð eftri Jóhannes úr kötlum

 

Hættuvitar

Nú loga hér víða vega blys,

Er vitar lífsins í augum brenna.

En erfitt finnst mér að forðast slys

Í flokki svo yndislegra kvenna.

En hugguleg virðist hætta sú,

Þó hóflegt skipbrot sé kannske vissast,

Fyrst sett var í lög að segja þú,

Já, sjálfsagt verður næst að kyssast.

 

Ljóð þetta orti Jóhannes úr Kötlum í tilefni af því að á landsþingi Slysavarnafélagsins, er skáldið var fulltrúi á, var samþykkt að allir fulltrúar skyldu þúast til að sýna einlagni þeirra og samstarfsvilja.  Þetta ljóð er í Árbók Slysavarnarfélags Íslands 1962


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband