Herjólfur í Faxasundi

 Herjófur í Faxasundi því miður veit ég ekki hver tók þessar frábæru myndir.

Herjolfur 4

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sigmar hvar fékkstu þessar myndir? Ég tippa á að Óskar Pétur Friðriksson eigi þessar myndir. Kærar kveðjur úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Helgi því miður man ég ekki hver sendi mér þær fyrir nokkuð löngu síðan, en ef einhver veit hver tók þær væri gaman að vita hver það er.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Flottar myndir

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.10.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru glæsilegar myndir . Sjólagið þarna , er ekki harður straumur á móti vindöldunni ?  

Kveðja 

Sævar Helgason, 20.10.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Simmi, Óskar Pétur tók þessar myndir og þær birtust í Vaktinni í sumar.kv.

Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er stundum kvartað yfir miklum velting þegar Herjólfur fer fyrir klettinn (sérstaklega í austlægum áttum). Á leiðinni inn í Bakkafjöru í austanátt, verður eins og að vera að fara fyrir klettinn í 30 mínútur og alveg ljóst að í einhverjum mun heyrast hvein.

Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það er líka eðlilegt að hann velti þarna því uggarnir eru teknir inn rétt áður en þeir koma í Faxa.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Sævar, jú það getur verið mjög sterkur straumur í Faxasundi þó ég sé nú ekki vissum að svo sé á þessum myndum.

 Geor þakka þér fyrir að upplýsa hver tók þessar myndir af Herjófi. Það er rétt hjá þér að leiðin frá Eyjum og upp í Bakkafjöru er með vind og öldu á hlið í austan áttum og þess vegna getur orðið veltingur á þessari leið sem getur líka verið í slæmu sjólagi. Alveg eins er oft mikill veltingur í sunnanáttum á leið til Þorlákshafnar, þetta þekkjum við báðir Georg.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.10.2007 kl. 22:25

9 identicon

Blessaður Sigmar.

Þessar myndir af Herjólfi tók ég 27. október í fyrra, þá var sa. 33 metrar á Höfðanum, ölduhæð við Surtsey var um 7 metrar og 4 metrar við Bakkafjöru.

Skipið var fullt af 12 - 13 ára gömlum stúlkum sem voru að fara á handboltamót hér í Eyjum. Fúsi í Holti var skipstjóri og varaði hann farastjóra stúlknanna við því að fara með skipinu, ekki töldu þeir að það væri mikið mál að fara með skipinu. Þegar yfir 300 stúlkur fara með skipinu í svona veðri er ekki von á góðu, stýrimenn skipsins voru við afgreiðslu í kaffiteríunni og allt starfsfólk skipsins hafði nóg að snúast við að þrífa upp ælu o.þ.h.

Þessar myndir eru búnar að fara víða, á heimasíður fólks og íþróttafélaga, þeirra sem voru um borð í skipinu. Það urðu blaðaskrif í Morgunblaðinu út af þessari myndbirtingu hjá Jóhanni Inga, Mogginn stal einni mynd til birtingar, en fékk svo leyfi til að birta aðra með annari grein. Fréttablaðið og Vaktin birtu mynd á forsíðu úr myndsyrpu þessari.

Kveðja úr Eyjum. Óskar P. Friðriksson.

Óskar P. Friðriksson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:10

10 identicon

Blessaður Sigmar.

Ég fór að skoða þessar myndir betur og sé að þessar myndir eru teknar þegar hann er málaður merkjum Samskipa, þannig að ég á ekki þessar myndir.

Aftur á móti tók ég um 200 myndir af honum í fyrra eins og ég hef áður sagt frá, og þær myndir eru svipaðar og þessar. Mér er ekki kunnugt um hver hefur tekið þessar myndir. Við skulum hafa það sem sannast reynist og því segi ég þér að ég á ekki þessar myndir.

kv. Óskar P.

Óskar P. Friðriksson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 19:45

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Sigmar og Óskar Pétur, það er alltaf gaman að lesa skrif manna sem eru heiðalegir og vél uppaldir miðbæjarvillingar , en Óskar þú ert með betri myndasmiðum sem ég hef séð af Sigmar ertu ekki sammála mér? Kær kveðja úr Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband