Góð sönn saga

 

Góð sönn saga.

Það gerðist hér fyrir nokkuð mörgum árum, eða áður en farið var að skipta um liði hérlendis, að maður nokkur var orðin mjög slæmur í hnjánum og gat hann varla gengið. Eftir rannsóknir hjá læknum var ákveðið að senda kallinn til Svíþjóðar í liðaskipti.

Sá gamli var frekar kvíðinn fyrir þessari ferð og ræddi það við lækninn sinn. Heldurðu að þetta eigi eftir að heppnast og ég eigi eftir að geta gengið eðlilega spurði hann lækninn?

Læknirinn reyndi að stappa stálinu í þann gamla og sagði: Hafðu ekki áhyggjur af  þessu þetta heppnast örugglega vel enda færir læknar sem gera aðgerðina, þú getur þegar þetta er allt afstaðið gengið eðlilega og dansað eins og herforingi.

Kallinn svarar steinhissa, Já þú segir nokkuð þetta getur orðið skemmtilegt, ég hef nefnilega aldrei getað lært að dansa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góður.kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.10.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband