Öryggisloki við netaspil

 
  1. Öryggi við netaspil voru sett við netaspilin á árunum 1971 til 1975. Þessi öryggisloki sem Sigmund Jóhannsson teiknari fann upp fækkaði ekki einungis slysum á sjómönnum, heldur útrýmdi  þeim alveg á þeim skipum sem hann höfðu. Áður en hann var lögleiddur urðu að jafnaði 12 alvarleg slys á sjómönnum á ári hverju, þeir sem slösuðust voru sjómenn  sem unnu við að draga af spilinu, þessi slys voru oft á tiðum mjög alvarleg. Vegna breytinga á vinnubrögðum um borð í fiskiskipum sem stunda netaveiðar þarf nú að endurskoða staðsetningu öryggislokans og virkni. Í stað manns sem dró af netaspilinu eins og það var kallað, (en það þíðir að maður þurfti að toga netin úr netaskýfuni) er nú kominn svokallaður dráttarkarl sem er í því hlutverki að draga af spilinu, en rúllumaður er þá orðin einn fram við spil og er á netarúllu og stjórnar drætti. Nokkur dæmi eru um það að rúllumaður hafi lent í spili án þess að neyðarstoppið virki, enda ekki hugsað fyrir hann í upphafi heldur þann sem er að draga netin úr netaskífunni. Á næstsíðasta ári urðu málaferli og dómur vegna þess  að maður sem var á rúllu fór í spilið og slasaðist.

Vegna breyttra aðstæðna þurfa sjómenn að endurskoða staðsetningu og virkni þessa öryggisloka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband