9.10.2007 | 23:34
Þetta ættum við að lesa daglega
Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn þinn eða á stað þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að óathuguðu máli en allt er þetta dagsatt!
1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver gæti hatað þig er ef viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa
6. Þú ert himinn og jörð fyrir einhvern.
7. Þú ert einstök og sérstök manneskja í þessum heimi.
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því, bara aðeins öðruvísi en þú ætlaðir.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið við þér baki, stoppaðu og gættu betur að.
11. Mundu alltaf eftir hrósi sem þú færð. Gleymdu strax öllum dónaskap.
Þannig að.............sendir þú þetta til vina þinna þá ert þú elskulegur vinur og ef þú færð þetta til baka frá einhverjum veistu að þeir elska þig í alvöru.
Já og mundu.........þegar lífið leggur þér til Sítrónur, vantar bara Tequila og salt!
Íslenskað : Skúli Magnússon
(Be
Athugasemdir
Þetta er heilmikil lífsspeki..takk fyrir þetta Sigmar
Sævar Helgason, 9.10.2007 kl. 23:39
Það er engu líkara en að þú sért höfundur af þessum lífsreglum Sigmar. Kveðja úr Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.10.2007 kl. 19:36
Allt of fáir gefa sér tíma til að skoða svona einfalda og góða lífsspeki. Svona lagað lífgar upp á lífið og tilveruna... kærar þakkir fyrir þetta og yfirleitt mjög gott blogg.
Jóhann Elíasson, 11.10.2007 kl. 11:57
Já Jóhann það einfalada er oftast best, ég hef alltaf haft mjög gaman af svona lífsspeki eins og sjá má ef menn skoða það sem ég hef bloggað, en því miður hef ég ekki búið þetta til sjálfur. enda er það ekki aðalatriðið. Við menn og konur mættum vera betri hvort við annað, þá væri lífið bærilegra fyrir þá sem minna hafa og þá sem stríða við ýmiskonar veikindi og vandamál.
Helgi þór takk fyrir kveðjuna, það er gaman að lesa frá þér kveðjurnar og finna hvað þér þikir vænt um Eyjarnar okkar.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.10.2007 kl. 16:41
Sömuleiðis takk.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.