27.9.2007 | 19:39
Humarréttur
Humarréttur. 8 humarhalar á mann eða samtals 32 fyrir fjóra:
1 st. laukur
1,5 matskeið smjör
½ teskeið karrý
1,5 matskeið hveiti
2 matskeiðar túmatpúrra
1 dl varn ( gott að nota safan sem kemur þegar maður setur humarinn á Pönnuna)
1,5 dl rjómi við notum alltaf ¼ lítra af rjóma eða einn pela.
1 slettu af tapasko
Salt og pipar og hvítlaukssalt er toppurinn.
Humarinn settur á Pönnu í stuttan tíma eða þar til hann verður hvítur. Hann tekinn af pönnu og pannan skoluð.
1,5 til 2 matskeiðar smjör setta pönnu og fínbritjaður laukur settur út í smjörið og það látið vera á pönnu þar til hann er orðin linur.
Síðan ½ teskeið af karrý bætt útí og síðan hveiti yfir það og tómarpúrru. Þessu hrært saman og bætt útí einum dl af vatni og eða soði af humarnum. Rjómanum helt yfir og hrært í og látið sjóða dálitla stund.
Nú er humarinn settur útí og suðan látin koma upp og látið sjóða í 3 til 4 mín. þá er þetta tekið af eldavélinni.
Með þessu er kartöflur, hrísgrjón, og sallat. Og ekki má gleyma Hvítlauksbrauðinu.
Verði ykkur að góðu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.