Jú, því við þökkum þér, Ási í Bæ

Þetta er skrifað upp úr gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja. Ég var stuttan tíma með Ása á Gullborg á síld við suðurstöndina með Binna í Gröf, skemmtilegur tími og gaman að vera með og kynnast aðeins Ása í Bæ.

Hann réri á kænum,á kolgráum sænum.
Keipaði færum að fiskinum vænum.
Stundum var lítið, en oftar mjög mikið.
Hver var hann þessi sem studdist við prikið.
Jú það var hann Ási,
það var hann Ási,
það var hann Ási í Bæ.

En hver annars var hann, og hvort mun hann lifa ?
Kann einhver að spyrja, ég segi og skrifa.
Á meðan að sæfarar sigla enn strikið
munu þeir þekk‘jan sem studdist við prikið.
Því Jú það var hann Ási,
það var hann Ási,
það var hann Ási í Bæ.

Og þeir sem að skemmta sér, syngja og tralla
sækja í söngva í ljóð svona „kalla“.
En þeir munu varla skilja hve mikið,
Erfitt oft reyndist að styðjast við prikið.
Við þökkum þér Ási,
þökkum þér Ási,
þökkum þér Ási í Bæ.

Kveðja frá Páli Sigurðsyni


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband